Skírnir - 01.01.1962, Síða 122
118
Stefán Einarsson
Skírnir
Hins vegar er hann þess fullviss, að endurtekning eða sam-
hliða setningar geti verið miklu eldri, ef til vill aftan úr
bronsöld. Um þetta segir hann:
„Af stílbrögðum þeim, er fyrir koma í Merseborgarþul-
unni er hliðstæðu-stíll (Gleichlauf eða parallelismus) æva-
forn og eldri en indógermanska tímabilið. Hliðstæðustíll kem-
ur fyrir í egypzkri þulu. Hann er ríkjandi í semitískum kveð-
skap frá því mjög snemma á öldum. 1 germönskum skáld-
skap er hann venjulegastur í elztu tegundunum, goðadýrk-
unarkvæðum (Hávamál 144 „Veiztu hve rísta skal / veiztu
hve ráða skal“), í rúna- og galdrakveðskap (Hávamál 142,
143; Sigrdrifumál 13, 14, 18, 19); í göldrum og særingum
(iSkírnismál 27 o.n., Hávamál 155—156), í lagaformálum
('TryggSamál, YfirskotseiSr Glúms) og í þulum bæði íslenzk-
um og enskum (í Wídsíþ, konunga- og þjóðatöl). 1 frásagn-
arkvæðum eru hliðstæður venjulegastar í elztu kvæðabrotum
eins og í HlöSskviSu. Því má vel kalla hliðstæðu-stílinn stil
frumgermansks skáldskapar, hann er eldri en stuðlasetning-
arstíllinn. Ivar Lindquist kallaði hann galdrastíl í bók sinni
Galdrar (1923). Hann er það, en svið hans er yfirgripsmeira.11
Það er auðsætt af þessari lýsingu, að þótt stuðlasetning
geti ekki verið eldri en frá járnöld, þá er ekkert, sem hindrar
það, að setja hliðstæðu-stílinn, upptekningarnar og það jafn-
vel víxlkvæðu upptekningarnar aftur á bronsöld, víxlkveð-
andina eða andstefjukveðskapinn.
Þótt merkilegt sé, vita menn meira um bronsöld í Svíþjóð
(um 1500—500 f. Kr.) heldur en um járnöldina, sem fylgdi
henni, og það vegna hinna merkilegu og vítt dreifðu hellu-
ristna, sem á Norðurlöndum eru dreifðar frá Þrándheimi í
norðri til Borgundarhólms í suðri, en eru langalgengastar í
Suður-Svíþjóð. Oskar Almgren hefur lýst þeim og skýrt þær
í ágætri bók, Hállristningar och kultbruk (Stockholm 1926).
Jan de Vries fylgir honum í kapítula sínum um bronsöldina
í Altgermanische Religionsgechichte, I (Berlin 1956).
Helluristurnar mora af myndum af goðadýrkunarbátum;
þeir bera mynd sólarinnar, eða mynd af tré (Askr Yggdrasils),
eða sólina á hjólum. Þá eru myndir af sól á hjólum, sól bor-