Skírnir - 01.01.1962, Síða 123
Skírnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
119
inni af mönnum, sólarvagni dregnum af hestum, plógi á
tveimur hjólum, axar-goði (eða manni?) vígjandi hjón til
frjósemidýrkunar, hjóna-samlokur í frjósemileik (sbr. Gunn-
ars þátt helmings), mikið goð með völsa og spjót (Öðinn?),
annað goð með völsa og öxi (Þór?) og boga-goð (Ullur?).
Þessi goðheimur hronsaldar er sýnilega ekki víðsfjarri hin-
um fomu norrænu goðum, einkum ef menn muna það, að
Freyr, frjósemigoð í Uppsölum, var búinn geysimiklum völsa
að sögn Adams af Brimum. Og að vísu virðist Jan de Vries
álíta, að þetta séu hin sömu germönsku goð, er síðar koma
fram í Eddu, þó að eina goðið, sem sýnilega gengur undir
sama nafni í öllum indó-germönskum málum sé Týr, grisku
Zeus pater, latínu Juppiter. Hann telur jafnvel, að Óðinn
bronsaldar hafi verið eins mikill seiðmaður og sá Öðinn, er
Snorri lýsir í Heimskringlu, og hafi ekkert þurft að sækja til
finnsk-úgrisku seiðmannanna (sjamananna). Til að sanna
þetta vitnar hann til Mircea Eliade, sem áður er nefndur,
einhvers hins mesta sérfræðings í seiðmennsku nú á dögum,
en álit hans um germanskan og indógermanskan uppruna
seiðmennsku á Norðurlöndum hefur þegar verið tilfært. Þetta
tekur algerlega vind úr seglum þeirra manna, sem trúa á
finnsk-úgriskan uppruna seiðmennsku á Norðurlöndum eins
og Ohlmarks, Strömbacks og mínum. En ef mér missýnist ekki
um það, að víxlkveðandi eða andstefjusönglist sé fyrst og
fremst við seið og særingar og galdra bundin, þá verður að
gera ráð fyrir því, að víxlkveðandin hafi verið ein af galdra-
brögðum Óðins þegar á bronsöld og hafi svo bæði Finnar
(Lappar) og Islendingar geymt aðferðina í trúu minni. Mér
finnst enn, að þetta sé skynsamlegasta lausn gátunnar um
upprunann, en þar fyrir kynni aðferðin snemma á tímum
að hafa verið upptekin í hetjuljóðakveðskapinn, sem hún sann-
anlega tilheyrir í /éöfewz/íz-kveðskapnum á Finnlandi, og
sennilega hefur hún líka tíðkazt í forngermönskum hetju-
kveðskap, sbr. skáldfélagana í Wídsíþ.
Þvi miður finnast ekki á bronsaldarristunum myndir, sem
líkjast myndum Acerbis, af tveim mönnum, er haldast í
hendur, róa sér og kveðast á andstefjum. En til eru myndir,