Skírnir - 01.01.1962, Side 125
Skírnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
121
söng eða andstefjusöng? Oskar Almgren segir, að hugmynda-
heimur þjóðarinnar, sem gerði helluristurnar, hafi fyrst og
fremst verið bundinn akuryrkju og tengdur fyrirmyndum í
elzku akuryrkjulöndum veraldar, Egyptalandi og Babýlon.
Hann segir manni, að goðadýrkunarskipið hafi verið algeng-
ast í Egyptalandi, en komið fyrir í Babýloníu. Sólarhjólið og
öxin (Þórshamar) eru frá Babýlon, sömuleiðis trjádýrkunin
og frjósemileikur hjóna (Freyr-Freyja?). Nú er ekkert lík-
legra en að lúðrarnir hafi upphaflega verið hluti af þessu
babýlonska trúar- eða hugmyndakerfi og bezt væri, ef hægt
væri að finna þá, eins og axirnar í fornleifum frá Babýloníu
eða Litlu-Asíu. En eg veit ekki til þess. Hins vegar eru til
þeir tónlistarfræðingar, sem telja, að í Mesópotamíu hafi ver-
ið uppspretta því nær allrar hljómlistar, söngs og hljóðfæra á
Vesturlöndum, og það eigi aðeins alls helgisöngs meðal Gyð-
inga, heldur líka alls kirkjusöngs bæði í austri og vestri,
Miklagarði og Bóm. Eg mun tilfæra hér þrjá staði úr New
Oxford History of Music, I, 1957, alla um „Tónlist í Meso-
potamíu“.
Bls. 231 o.n.: „Náið samband milli goða og sönglistar í Meso-
potamíu hefur sína sögu að segja. Einn elztur goðanna var
Ea, þrúðvaldur hafsins. Nafn hans var ritað merki sem tákn-
aði trumbu, hið ógurlega hljóð hennar táknaði eðli hans.
Þá var Ramman sem réð þrumum og vindum. Hann var . . .
forfaðir Þórs; sennilega var það vegna vindhljóðsins, að reyr-
pípunum var líkt við anda hans. Eitt af nöfnum gyðjunnar
Ishtar, mey-móðurinnar, nafn hinnar mjúku reyr-flautu;
bóndi hennar Tammuz var goð hinnar blíðu raddar.“
Andstefjur voru kunnar í Babýlon, bls. 234:
„Til er andstefjugrátsöngur í Babýlon á akkadisku
nokkuð framgenginni, en harmagrátur þessi er upprit-
aður eftir frumriti frá dögum Naram-Sin (um 2280
f. Kr.). Konur frá ýmsum þorpum tóku þátt í harma-
grátinum. Sidney Smith getur þess til, að þeim hafi ver-
ið skipt í flokka og að „sú hálfa kórflokksins hafi sungið
á víxl“ þá hluta textans, sem áttu við eyðingu lands
þeirra af Guti (Gutum). (W. F. Albright, From the