Skírnir - 01.01.1962, Page 126
122
Stefán Einarsson
Skírnir
Slone Age to Christianity, Baltimore 1940, bls. 108, telur
innrásir gutisku barbaranna frá Zagros-fjöllum um 2250
f. Kr.) Enn betra dæmi um andstefjusöng er í Litúrgíu
og bæn til mánagóSs, sem er frá 21. öld fyrir Krist. Það
er bæn til goðsins Sin um að geyma og gæta fjár og upp-
skeru með tvennum viðlögum, sem virðast hafa verið
kveðin á víxl í andstefjusöng.“
Loks á bls. 254:
„Á trúarsviðinu má óglöggt greina fræ þau, er helgi-
siðir guðsþjónustu vorrar hafa sprottið upp af og það eigi
aðeins í litúrgíunni, iðrunarsálmunum, andstefjusöngv-
unum (antífónunum), forsöngvaranum, reykelsisilmin-
um og öllu hinu, heldur líka í sjálfri hinni syrgjandi
móður (mater dolorosa). Svo sem S. H. Langdon segir:
Enginn getur efazt um hin miklu áhrif, sem musterin í
Mesópótamíu, Millifljótalandinu, hafa haft á síð-gyðing-
dóminn og kristnina.“
Orðið antífóna er auðvitað grískt (sbr. sömu sönglistarsögu,
bls. 338). Plató notaði það í Lögum sínum, er hann var að
lýsa söngnámi. Textar víxlkóra í grísku harmleikjunum voru
kallaðir strophe og antistrophe, mig minnir Grím Thomsen
kalla það erindi og gagnerindi.
Antífónan eða andstefjusöngurinn er auðvitað bezt þekkt-
ur úr kirkjusöng. Hann var upptekinn af Ignatiusi helga á
annarri öld eftir Krist; honum birtust englar syngjandi í
kórum á víxl, en talið er, að hann hafi í raun og veru farið
eftir dæmi Gyðinga og Hebrea, en þeir eftir dæmi litúrg-
íunnar eða kirkjusiðanna í musterunum í Babýlon, svo sem
fyrr segir.
En því þá ekki að draga andstefjusönginn í íslenzku draum-
og draugavísunum (1208), lappnesku göldrunum (1730) og
finnska Kalevala-söngrmm. (1778) af andstefjusöng eða antí-
fónum kirkjunnar heldur en að seilast afar langt yfir skammt,
með bronsaldar-tvílúðrana að millilið, aftur til helgisöngsins
í musterunum í Babylon? Það virtist óneitanlega liggja eitt-
hvað nær og varla umtalsvert að gera það, ef eitthvað svipað
fyndist í kjarnlöndum kirkjunnar.