Skírnir - 01.01.1962, Page 128
124
Stefán Einarsson
Skimir
um eru Sólarljóð og RannueigarleiSsla, en Draumkvæðið í
Noregi.
En auk þessa mismunar í anda eru atriði í formi, sem að
mínum dómi mæla mjög gegn því að draga víxlkveðandi
draumvísnanna af andstefjusöng kirkjunnar. 1 latneska tíða-
söngnum á Islandi sem annars staðar áttu heima andsvara-
söngvar (responsoriaj og andstef (antiphonœ), en á eftir
þeim var vant að hafa sálm (psalmus) eða kantika (canti-
cumj. Allt þetta má sjá vel í Þorlákstiðum frá síðari hluta
13. aldar eða fyrri hluta 14. aldar, nýútgefnum af Róbert
Abraham Ottóssyni, Sancti Thorlaci Episcopi Officia Rhyth-
mica et Proprium Missœ in AM 241 A folio (Hafniae 1959,
bls. 37 og áfr. og 79 og áfr.).
Fyrsta antífónan í þessum texta er rímuð antífóna, fjögra
vísuorða sem ríma aa bb:
Adest festum percelebre
quo effugantur tenebre
mentem lumen irradiat
gens devota tripudiat.
Þetta erindi er ekki mjög ólíkt fyrra helmingi fyrstu draum-
vísunnar í Sturlungu:
HQggvask hart seggir,
en hallask veggir,
illa eru settir,
þás inn koma hettir.
Auk þess er rímsetning hér alveg eins og í latneska erindinu
aa bb; það gildir líka um annan helming draumvísunnar.
Því er það, að ef hér hefði verið nokkur tilraun gerð að líkja
eftir antífónu kirkjusöngsins, mundu fyrirmælin til kvæða-
mannanna hafa verið: „þeir kváðu vísu þessa ok kváðu sinn
helming hvárr þeira,“ í staðinn fyrir „sitt orð hvárr þeira“.
Svo sem við mátti búast, eru til íslenzkar þýðingar svar-
andi til kirkjulegu latnesku orðanna. Antefna var tökuorð
úr fomensku, er svaraði til antiphona latínunnar; erindið úr
Þorlákstíðum mundi vera antefna. Til voru sagnimar and-