Skírnir - 01.01.1962, Page 132
128
Stefán Einarsson
Skímir
mjög einfalt og gamaldags, því nær tilbrigðalaust. (í því að
vera alltaf eins líkist lagið laginu við Chansons de geste, en
ekki er eg viss um, hvort það á líka við lag það, sem Bjarni
Þorsteinsson hefur við fornyrSislag og Þórarinn Jónsson hef-
ur raddsett.) „Kvæðamennirnir sitja annaðhvort hlið við hlið
eða hvor á móti öðrum, svo að þeir geti tekizt í hægri hend-
urnar og snerzt með hnjánum, það er hægra hné annars og
vinstra hins, en þeir halda höndunum á hnjánum, á meðan
þeir syngja, þeir hreyfa líkamina hægt, eins og þeir ætluðu
að reka höfuðin saman; andlit þeirra eru alvarleg og hugs-
andi. Mjög sjaldan syngja þeir standandi, en skyldi það koma
fyrir, að þeir, svo sem drifnir af sönglegum innblæstri, skyldu
byrja söng standandi, þá setjast þeir niður, eftir að þeir hafa
tekizt í hendur, og halda áfram sönginum eins og vandi þeirra
er til.“ Eg hef hér gefið útdrátt úr fyrsta hluta greinar Por-
thans, en þýtt seinni hlutann nákvæmlega, því að hann lýsir
hinu einkennilega handabandi kvæðamannanna og hvernig
þeira róa skrokkunum, á meðan þeir kveða annaðhvort vísu-
orð af Kalevala-laginu. Árið 1802 birti ítalski ferðamaðurinn
Joseph Acerbi bók, FerS um SvíþjöS, Finnland og Lappland,
og hafði í henni myndir af finnskum rúnakvæðamönnum,
sem héldust í allar fjórar hendur yfir borð, á meðan þeir
kváðu. Fræðakonan nýlátna, Elsa-Enájárvi-Haavio, varði síð-
ustu árum sínum til þess að sanna, að myndir Acerbis væru
ekki réttar — og að eini sanni vegurinn til að kveða kvæðin
væri með því að taka saman hægri höndum aðeins, eins og
Porthan lýsti („On the Performance of the Finnish Folk
Runes. Two-Part-Singing,“ Folkliv 1950—51, XIV-—XV, 130
o.n.). Ekkert í íslenzku textunum getur afsannað mál hennar,
en eg hvgg, að hafi athöfnin verið notuð til galdra til þess að
falla í leiðsludá eins og Lappar Ervasts, þá muni það hafa
verið hentugra að haldast í fjórar hendur, sbr. aðferðir spíri-
tista, er slá hring um miðilinn og haldast allir í hendur og
syngja sálma.
Vér höfum séð, hve nákvæmlega Porthan skiptir hlutverk-
um með forsöngvara sínum og meðhjálpara. Loks gefur hann
þær upplýsingar, sem (mutatis mutandis) gætu gilt um forna