Skírnir - 01.01.1962, Page 134
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
HÁSKÓLABÆRINN LUNDUR í SVÍÞJÓÐ.
I.
Svo er jafnan talið, að Knútur ríki Danakonungur sé stofn-
andi Lundar. Knútur var uppi um svipað leyti og kristni var
lögtekin á íslandi, dó árið 1035. Hann herjaði mjög á Eng-
land og kallaði sig keisara yfir Englandi. Að vonum varð
hann fyrir miklum enskum áhrifum, og hafa sumir fræði-
menn viljað skýra nafn staðarins Lundar með hliðsjón af
þeim. Þeir hafa sem sé litið svo á, að Lundur sé heitinn eftir
London. Þessi kenning um uppruna nafnsins er m. a. rök-
studd með þvi, að í fornsænskum heimildum er bærinn nefnd-
ur Lunden, en raunar koma einnig fyrir í fomsænskum og
fomdönskum heimildum orðmyndirnar Lund, Lundæ (ef.)
og Lundum. Einn allra merkasti orðskýrandi, sem Svíar liafa
átt og raunar var prófessor í norrænum málum í Lundi, Elof
Hellquist, segir þó, að ýmislegt mæli með því, að nafnið sé
ævafomt og innlent og eigi við fómarlund. Nafnmyndir eins
og Lunden telur hann þá gerðar til samræmis við enska nafnið.
Ekki veit ég örugglega, hvað Hellquist á við, þegar hann
segir, að ýmislegt mæli með, að nafnið sé innlent, en ekki er
ósennilegt, að honum hafi orðið hugsað til Egils sögu, en þar
segir frá komu Egils Skallagrímssonar í Lund einhvern tíma
á árunum 935—40, líklega 936. Mun þessi íslenzka heimild
vera hin elzta um Lund. Nú skal þess vel gæta, að íslendinga-
sögur eru ekki öraggar sagnfræðiheimildir. Þó ber að telja
Eglu þar í fremstu röð. Hún styðst bæði við tiltölulega stað-
góða arfsögn merkrar skálda- og fræðimannaættar og hefir
auk þess að geyma vísur til styrktar frásögmun sínum. Og
svo vill til, að frásögnin um Lund er einmitt studd vísu, þar
sem nafnið Lundur kemur fyrir. Nú er það svo, að ýmsir
fræðimenn hafa athugað vísurnar í Eglu og talið sumar þeirra