Skírnir - 01.01.1962, Side 135
Skírnir
Háskólabærinn Lundur í Sviþjóð
131
falsaðar eða síðar gerðar en sagan segir, m. a. vísu þá, sem
hér um ræðir. En að þvi er ég bezt veit, hefir enginn máls-
metandi fræðimaður talið síðari hluta þessarar visu falsaðan,
en það er einmitt hann, sem skiptir máli í þessu sambandi.
Mun ég nú láta Eglu hafa orðið:
Haraldr Gormsson hafði þá tekit við ríki í DanmQrk,
en Gormr, faðir hans, var þá dauðr; landit var þá her-
skátt; lágu víkingar mjok úti fyrir DanmQrku. Áka var
kunnigt í DanmQrku bæði á sjó ok landi; spurði Egill
hann mjQk eptir, hvar þeir staðir væri, er stór féfQng
myndi liggja. En er þeir kómu í Eyrarsund, þá sagði Áki,
at þar var á land upp kaupstaðr mikill, er hét í Lundi,
sagði, at þar var féván, en líkligt, at þar myndi vera við-
taka, er bœjarmenn væri. Þat mál var upp borit fyrir
liðsmenn, hvárt þar skyldi ráða til uppgQngu eða eigi;
menn tóku þar allmisjafnt á, fýstu sumir, en sinnir lQttu;
var því máli skotit til stýrimanna. Þórólfr fýsti heldr
uppgQngu; þá var rœtt við Egil, hvat honum þótti ráð.
Hann kvað vísu:
Upp skulum órum sverðum,
ulfs tannlituðr, glitra,
eigum dáð at drýgja
í dalmiskunn fiska;
leiti upp til Lundar
lýða hverr sem bráðast,
gerum þar fyr setr sólar
seið ófagran vigra.
Síðan bjuggusk menn til uppgQngu ok fóru til kaup-
staðarins. En er bœjarmenn urðu varir við ófrið, þá stefndu
þeir í mót; var þar tréborg um staðinn, settu þeir þar
menn til at verja; tóksk þar bardagi. Egill gengr fyrstr
inn um borgina; síðan flýðu bœjarmenn; varð þar mann-
fall mikit. Ræntu þeir kaupstaðinn, en brenndu, áðr þeir
skilðusk við; fóru siðan ofan til skipa sinna. (Isl. fornrit
II, 118—119).
Vafalaust er ýmislegt málum blandað í þessari frásögn. En
hún kann þó að geyma þann sanna kjama, að þeir bræður,