Skírnir - 01.01.1962, Side 136
132
Halldór Halldórsson
Skímir
Þórólfur og Egill Skallagrímssynir, hafi herjað eða ætlað sér
að herja á Lund. Lundur liggur vel við samgöngum á Skáni,
og er því líklegt, að þar hafi verið „kaupstaðr mikill“, eins
og segir í Eglu. Það er líka athyglisvert við frásögnina, að
sagt er, að verið hafi „tréborg“ um staðinn. Á þeim tíma, sem
Egla var rituð, voru nefnilega múrar um staðinn, og fslend-
ingar voru á þeim tíma svo kunnugir um Danaveldi, sem
Skánn heyrði þá til og margar aldir síðar, að þeim hefir vafa-
laust verið kunnugt um Lund. Egla ber það með sér, að það
er enginn heimalningur, sem hana hefir samið, hvort sem
það er Snorri Sturluson eða einhver i næsta nágrenni hans.
Hér skal ekki gert neitt til þess að gera lítið úr mikilvægi
Knúts ríka fyrir Lund. Hann á vafalaust heiður skilið fyrir
það, að Lundur varð andlegur höfuðstaður Skánar. Staðfest-
ing á því var, að erkibiskupsstóll var settur í Lundi árið 1104.
Þá varð Lundur um tæplega 50 ára skeið andlegur höfuð-
staður íslenzkrar kirkju. Fyrstu íslenzku biskupamir voru
vígðir í Þýzkalandi, en síðan voru þeir um skeið vígðir í
Lundi, 5, meðan Lundur var erkistóll fyrir fsland, og 1 síðar.
Jón biskup helgi var hinn fyrsti íslenzkra biskupa, er þar
hlaut vígslu. í sögu hans segir svo, eftir að hann hafði verið
kjörinn biskup:
Nú at svá skipaðu ferr hinn dýrligi maðr, herra Jón
Electus, hit sama sumar brott af fslandi með bréfum herra
Gizurar biskups ok sœmiligum fjárhlut, eptir því sem til
heyrði. Ok er þeir váru albúnir, létu þeir í haf ok urðu
vel reiðfara, ok er ekki sagt frá ferð þeira, fyrr en þeir
kómu í DanmQrk. Herra Jón Electus skyndir þegar ferð-
inni á fund Qzurar erkibiskups í Lund ok kemr í borg-
ina, þá er herra erkibiskup var at aptansQng. Ok er herra
Electus kemr í kirkju, bíðr hann með sínum ÍQrunautum,
þar til er lokit er aptansQnginum. Síðan byrjar hann apt-
ansQng með raust, ok er erkibiskupinn heyrir hljóm hans
ok rodd, þá lítr hann útar; ok er klerkar finna þat (segja
þeir svá): „Hvat er nú, herra erkibiskup, hví brjóti þér
sjálfir þau lQg, sem þér hafit sett?“ Herra erkibiskup
hafði þau iQg sett ok þat sínum klerkum boðit, at enginn