Skírnir - 01.01.1962, Page 140
134
Halldór Halldórsson
Skírnir
franskan mann til þess að kenna sönglist og versagerð. Má
vel vera, að hann hafi sjálfur haft góða söngrödd. Það er
heldur ekkert óeðlilegt við það, að erkibiskup gleymi settum
reglum, er hann heyrir áður ókunna rödd í kirkju sinni. Sag-
an getur þvi stuðzt við raunverulega athurði. Því miður er
ókunnugt um, í hvaða kirkju þeir atburðir eiga að hafa gerzt,
sem nú var skýrt frá. Lundardómkirkja, sem enn stendur, er
í smíðum um þessar mundir, en á sama stað stóð áður önnur
dómkirkja. Hvort hún hefir verið að fullu rifin um þessar
mundir, er óvíst. En mörgum kirkjum var til að dreifa, því
að þegar erkistóll var settur í Lundi, voru þar 26 kirkjur og
klaustur. Aðalaltari kjallarahvelfingar þeirrar dómkirkju, sem
enn stendur, var ekki vígt fyrr en 1123, svo að hæpið er, að
aftansöngur össurar erkibikups hafi verið þar. Gagnslaust er
að leiða getum að því, hvar aftansöngurinn hefir verið. Dóm-
kirkjan er elzta kirkjubygging, sem enn stendur í Lundi, en
geta má þess, að í næsta nágrenni Lundar er Dalby-kirkja,
sem talin er elzta steinkirkja á Norðurlöndum, reist 1065,
og nefnist Helligkorskyrkan.
Nú skal rakið það, sem íslenzkir annálar hafa að segja um
vígslu íslenzkra biskupa í Lundi:
1117: Vígðr Þorlákr Runólfsson til Islands af Qzuri erki-
biskupi í Lundi, at vilja ok ráði Gizurar biskups. Hann
var vígðr 30 daga fyrir andlát Gizurar biskups. Ann. Isl.
54. Hér mun skakka einu ári. Þorlákur er talinn vígður
1118.
1123: Vígðr Ketill Þorsteinsson biskup til Hóla af Qzuri
erkibiskupi í Lundi. Ann. Isl. 54. Hér mun enn skakka
ári. Ketill var vígður 1122.
1134: Vígðr Magnús Einarsson til Skálholts af Qzuri
erkibiskupi í Lundi. Ann. Isl. 58.
1147: Vígðr BjQm biskup til Hóla af Áskeli erkibiskupi
í Lundi. Ann. Isl. 60.
1152: Vígðr Klœngr til biskups í Skálholti af Áskeli
erkibiskupi í Lundi. Ann. Isl. 62.
Árið 1153 var settur erkistóll í Niðarósi, og heyrði íslenzka
kirkjan undir hann. Islenzkir biskupar vom síðan vígðir þar