Skírnir - 01.01.1962, Page 142
136
Halldór Halldórsson
Skímir
felldu kirkjulög íslenzk, Kristinréttur hinn forni, sem svo er
kallaður. Um þessa segir svo í Hungurvöku:
Þorlákr biskup ruddi til þess [þ. e. barðist fyrir því]
á sínum dogum, at þá var settr og ritaðr kristinna laga
þáttr eptir hinna vitrustu manna forsjá á landinu ok um-
ráðum Qzurar erkibiskups (í Lundi), ok váru þeir báðir
viðstaddir til forráða, Þorlákr biskup ok Ketill biskup.
1 niðurlagi kristinna laga þáttar segir enn fremur svo:
Svá settu þeir Ketill biskup ok Þorlákr biskup at ráði
Qzurar erkibiskups ok Sæmundar [þ. e. Sæmundar fróða]
ok margra kennimanna annarra kristinna laga þátt sem
nú var tínt ok upp sagt. Grg. Ia, 36.
Ekki er fullvíst, hvenær kristinna laga þáttur var settur og
saminn, en gizkað hefir verið á, að Ketill hafi borið þetta mál
undir biskup í utanför sinni, og má telja víst, að kirkjulög
þessi hafi verið sett, meðan Ketils og Þorláks naut við í bisk-
upsembætti, þ. e. á tímabilinu frá 1122 til 1133, en þá lézt
Þorlákur.
II.
Nú hefir verið rakið hið helzta, sem ég hefi rekizt á, um
Lund í fornum heimildum íslenzkum. Frá síðari öldum er
ekki um auðugan garð að gresja að þessu leyti. Þó hefi ég
rekizt á eina heimild frá 18. öld, og mun ég síðar minnast
á hana.
Tvær eru þær stofnanir, sem gert hafa Lund einkum fræg-
an, annars vegar kirkjan -—• og þá einkum erkibiskupsstóllinn
—• og hins vegar háskólinn. Kirkjan kemur aðallega við sögu
staðarins fyrir siðaskipti, en háskólinn eftir þann tíma.
Hið ytra tákn hinnar kirkjulegu menningar í Lundi er hin
mikla dómkirkja, sem þar stendur. Knútur helgi, sem kon-
ungur var 1079—86, lét reisa hina fyrstu dómkirkju í Lundi
á þeim stað, sem nú stendur Lundardómkirkja. Kjallarahvolf
kirkjunnar er hluti hinnar upprunalegu dómkirkju. Tekið var
til við smíði kirkjunnar í núverandi gervi í byrjun 12. aldar,
og mun bygging hennar hafa tekið um 100 ár, og voru tum-
arnir reistir síðast. Dómkirkjan í Lundi er talin eitthvert veg-
legasta verk í rómverskum stíl, svo nefndum hringbogastíl,