Skírnir - 01.01.1962, Side 144
138
Halldór Halldórsson
Skirnir
að sýna Finn, er hann þrífur í súluraar. Aðrir telja, að
myndin sé af Simson, er hann felldi húsið yfir Filistana með
þvi að þrífa í súlumar, sem það hvíldi á. Segir greinilega frá
þeim atburðum öllum í Biblíunni, nánara tilgreint í Dómara-
hókinni, 16. kafla.
Ekki skal ég dæma, hvor þessara skýringa er rétt. En á
hitt vildi ég benda, að þjóðsögnin um Finn er flökkusaga,
sem m. a. geymir að verulegu leyti sama söguefni og þjóð-
sagan íslenzka um kirkjusmiðinn á Reyni, sem allir kannast
við úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar. Þar voru raunar launin,
sem kirkjusmiðurinn átti að fá, einkasonur bónda á 6. ári, en
nafn smiðsins er hið sama. Hinn íslenzki kirkjusmiður hét
Finnur eins og hinn sænski. Þess er einnig vert að minnast,
að í Snorra-Eddu segir frá borgarsmíð ása, og gerðu æsir
samning við bergrisa, sem fá átti að launum fyrir smíðina
Freyju, sól og mána. Hér eru launin svipuð og í sænsku
sögninni. Þessa sögn um borgarsmiðinn gerir höfundur Völu-
spár að verulegu atriði i kvæði sínu, þótt hann reki að visu
ekki söguna, heldur tæpi aðeins á henni.
Annað furðuverk Lundardómkirkju, sem vert er að minn-
ast á, er hið mikla úrverk, sem þar er að finna, horologium
mirabile lundense. Efst er listilega gerð úrskífa, sem á má
sjá gang himintunglanna. Ramminn er gerður nákvæmlega
eftir hinum upphaflega ramma, sem varðveittur er í minja-
safni kirkjunnar. Neðst er tímatal, en á því má sjá dagana
og kirkjulegar hátíðir, eins og þær eru ár hvert. Yfir klukk-
unni eru tveir riddarar, sem standa í sambandi við vélrænan
búnað. Klukkan tólf daglega fara riddarar þessir á flakk og
slá hvor annan eitt högg við hvert klukkuslag. Síðan setja
tveir lúðurþeytarar lúðra á munn sér og heyrist þá lagið
In dulci jubilo, og vitringamir þrir ganga fram og hneigja
sig fyrir Mariu mey og Jesúbaminu. Á sunnudögum gerist
þetta klukkan 13 (þ. e. eitt). Klukka þessi eða horologium
er miðaldaverk, en var gersamlega endurgert 1923. Hefir
þetta furðuverk mikið aðdráttarafl, og hópast ferðamenn að
á sumrin til þess að sjá það.
Við siðaskiptin 1536 breyttist staða Lundar til mikilla