Skírnir - 01.01.1962, Page 145
Skírnir
Héskólabærinn Lundur í Svíþjóð
139
ínuna. Áður hafði bærinn verið mikilsvirtur kirkjustaður,
aðsetur erkibiskupa og mikið menntasetur. En við hrun páp-
ískunnar var veldi hans lokið um sinn. Segja má, að þetta
niðurlægingartímabil hafi staðið rúma öld. Staðurinn varð
eins og hver annar danskur útkjálkabær.
Og Suður-Sviþjóð átti enn um hríð eftir að vera danskt
land. Það var á tímum Karls X Gústafs, sem breyting varð
í þessum efnum. Karl Gústaf var mikill herkonungur, barði
m. a. á Pólverjum, en sneri þaðan til Jótlands, var svo hepp-
inn, að frost voru mikil, svo að sund öll lagði og hann komst
fyrirstöðulaust til Sjálands og neyddi Dani til samninga. Þetta
gerðist veturinn 1657-—-58, og friðurinn var undirritaður í
Hróarskeldu 26. febrúar 1658. Samkvæmt honum létu Danir
af höndum við Svía öll sænsku héruðin, sem áður höfðu lot-
ið þeim og raunar nokkuð af Noregi í viðbót. Þessi friður
stóð þó ekki lengi, því að í ágúst sama ár hófst ófriður á nýj-
an leik, en aftur var saminn friður í Kaupmannahöfn 1660.
Samkvæmt honum héldu Svíar suðursænsku héruðunum, að
Borgundarhólmi undanskildum, og hefir haldizt svo síðan.
Karl Gústaf lézt 1660, áður en þessi friður var saminn. Við
átti að taka sonur hans Karl XI, sem þá var á bamsaldri, og
fór því forræðisstjóm með völdin fyrir hann. Karl Gústaf
liafði séð nauðsyn þess, að komið yrði á laggimar æðri mennta-
stofnun í Suður-Svíþjóð. Hlutverk hennar átti að vera að
annast menntun embættismanna á þessum nýfengnu lands-
svæðum og stuðla jafnframt að menningarlegum og pólitísk-
um samruna þessara fomdönsku fylkja við aðra hluta Sví-
þjóðar. En konunginum entist ekki aldur til þessa, svo að það
kom í hlut forræðisstjómarinnar að framkvæma þessa hug-
mynd. Háskólinn er samt oft kenndur við Karl Gústaf og
nefndur Academia Carolina conciliatrix. Háskólinn í Lundi
var stofnaður árið 1666, en var vígður og hóf starfsemi sína
1668. Hann er því hartnær 300 ára gamall. Tveir háskólar
á Norðurlöndum em þó eldri. Háskólinn í Uppsölum er stofn-
aður 1477 og háskólinn i Kaupmannahöfn 1479.
Háskólinn í Lundi hefir frá upphafi verið rikisháskóli, eins
og ráða má af því, sem þegar hefir verið sagt. Hann var þó