Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 149
Skírnir
Háskólabærinn Lundur í Svíþjóð
141
hólmi var Lundensari. Þessi maður var Johan Adolf Stechau
(f. 1746), sem var ritari í Fornminjasafninu (Antikvitets-
arkivet) og ammanuens (aðstoðarmaður) í Konunglega bóka-
safninu. Hann fékkst nokkuð við þýðingar úr íslenzku, eink-
um fyrir kunnan sænskan fræðimann, Gjörwell að nafni.
Hannes lýsir þessum félaga sínum svo, að hann sé „einn vel
lærður hægferðugur og þénustusamur maður, sem líklegt er,
að verði lærdóminum til nota, ef lán og fjör lengi vara“
(Andv. LIX, 44). Stechau hafði lokið prófi í Lundi, „pro
gradu“, eins og það kallaðist, og hét ritgerð hans De fide
rnonumentorum islandicorum historica. Stechau er greinilega
heimildarmaður Hannesar um það, sem hann segir um próf
í Lundi, og ætti hann að vera nærri frétt kominn, þar sem
hann sjálfur hafði numið þar. I athugasemdum við sænsku
þýðinguna á Stokkhólmsrellu er þetta talin merk heimild.
Segir þar: „Redogörelsen för en ordinarie cursus academicus
ar af stort intresse“.
Lýsing Hannesar, sem skráð er í dagbókina við 10. ágúst,
er á þessa leið:
1 Lund eru þrjú examina áður en magistergraden fæst.
Fyrst í thelogien, síðan examen styli, sem eiginlega er
en chria [þ. e. eins konar æfing eða prófþraut]. Þar situr
decanus yfir þeim og styttir sér tímann með kopp kaffis
eða vínglasi, og jafnótt sem hver er búinn af candidatis,
fer hann þar að fullnægja síns góms lyst. Mag. N.. . r
segist aldrei hafa sér betur vín smakkað en þá. Þessir
lasta samt professores í Göttingen, hvar kandídatinn set-
ur á borð confecturer, vín og alslags sælgæti fyrir sína
freistendur, og þeir væta svo saman kverkamar, eftir því
sem tælandinn inter examinandum þurrkar þær. Þriðja
examen í Lund til magistergraden heitir rigorosum; þá
eru allar philosophiskar scientiæ fyrirteknar. Stechau
segir mér, að þegar hann promoveraði, voru 12 candi-
dati, sem var í öllum scibilibus philosophicis aflokið til
samans á þrem tímum. Þar eftir er gradúal-disputatían,
sem er undir einhvers prófessors præsidio, en áður á
kandídatinn vera biiinn að respondera fyrir aðra pro exer-