Skírnir - 01.01.1962, Page 152
144
Halldór Halldórsson
Skirnir
Ivar Lindquist gegndi þar prófessorsembætti. Við háskólann
í Lundi starfaði einnig lengi sem dósent Pierre Naert, nú
prófessor í Ábæ í Finnlandi. Hann hefir margt af skarp-
skyggni skrifað um íslenzka málfræði. Þá má geta þess, að við
háskólann starfar prófessor Carl Lindroth, sem skrifaði dokt-
orsritgerð um íslenzk skordýr. Nokkrir íslendingar hafa einn-
ig kennt við háskólann í Lundi. Nú kennir Baldur Jónsson
mag. art., lektor í Gautaborg, nútímaíslenzku í Lundi. Um
tíma var dr. Stefán Haraldsson dósent þar í læknisfræði,
og veturinn 1959—60 kenndi höfundur þessarar greinar þar
sem gestur.
Margir íslenzkir stúdentar hafa sótt menntun sína til Lund-
ar, og nokkrir Islendingar hafa lokið þar doktorsprófi. Mig
grunar, að meirihluti þeirra Islendinga, sem þangað hafa
leitað, hafi lagt stund á raunvísindi, enda er skólinn talinn
standa mjög framarlega í tilteknum greinum þeirra. Ég varð
var við, að margir erlendir menn sóttu þangað til náms í
lífefnafræði og erfðafræði.
V
I Svíþjóð virtist mér mikill rígur milli héraða. Skánungar
líta stórt á sig og telja sig öðrum Svíum fremri. Hér á Islandi
hefi ég enga hneigð til að halda einu héraði fram á annars
kostnað. En ég verð að játa, að ég losnaði ekki alveg við þessi
skánsku áhrif. Ekki svo að skilja, að ég virði ekki og meti
Uppsvía mikils, en ég verð að taka undir með Hannesi Finns-
syni, þegar hann segir í Stokkhólmsrellu „í Skáney var lopt-
ið þekkjanlega mildara en hærra uppi í landinu" (bls. 66).