Skírnir - 01.01.1962, Síða 153
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK:
ÞJÓÐHÁTÍÐARLJÓÐ
MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR.1)
1. Ó, guð vors lands.
Hinn annan dag ágústmánaðar árið 1874 hljómaði lof-
söngur Matthíasar Jochmnssonar í fyrsta sinn. Þetta gerðist
við guðsþjónustu í Reykjavík fyrrgreindan dag, er bæjarbúar
héldu hátíðlegt, að talin voru þúsund ár frá því, er landnám
hófst hér á Islandi. I þessu tilefni var lofsöngurinn prent-
aður sérstaklega, og var fyrsta erindið með nótum. Bar þá
kvæðið titilinn „Lofsöngur í minningu Islands þúsund ára“.
Þetta kvæði á sér langan og merkilegan aðdraganda. Árið
') Helztu ljóð, sem ort voru í sambandi við þjóðhátíðina 1874, voru
þessi: Matthías Jochumsson: 1. Konungsminni, 2. Minni Ingólfs, 3. Minni
Danmerkur, 4. Minni Noregs, 5. Minni Svíþjóðar, 6. Minni Vesturheims,
7. Minni gestanna, 8. Minni Islands, 9. Minni konungs á Þingvelli 1874,
10. Lofsöngur, 11. Minni kvenna, 12. Við burtför konungs af Islandi
11. ágúst 1874, 13. Tveir þjóðhátíðarsálmar, 14. Timamót 1873, 15. Islands-
vísur, kveðnar í Lundúnaborg gamlárskvöld 1873, 16. Matthías Jochums-
son þýddi: Ameríka til Islands eftir Bayard Taylor (sjá einnig erlend
kvæði). — Steingrímur Thorsteinssorv 1. Þúsund ára sólhvörf, 2. „Nú
roðar á Þingvallafjöllin fríð“, 3. Þjóðhátiðarminni Reykjavíkur, 4. Fjalla-
vísur. — Benedikt Gröndal: 1. Minni Jóns Sigurðssonar, 2. Minni Islands,
3. Island, 4. Þokan vætir þung og köld. —- Feigur Fjörgynjarson (Hjálm-
ar Jónsson í Bólu): 1. Island fagnar konungi sínum á Þingvelli 1874. —
Gestur Pálsson: 1. 1 hafi köldu hjartkær móðir situr. — Páll Ölafsson á
HallfreSarstöðum: 1. Minni Islands, 2. Skilnaðarminni, 3. Minni Islands.
Gisli Brynjúlfsson: 1. Konungsminni, 2. Ingólfs minni, 3. For Island. —
Brynjúlfur Jónsson á Minna-Núpi: 1. Þjóðhátíðarsöngur. - - Björn pró-
fastur Halldórsson í Laufási: 1. Fyrsti söngur (Dýrð í hæstum hæðum
guði), 2. Annar söngur (Þín hjálp og blessun himnum frá). — Eyjólfur
Jóhannesson: 1. Skreytir nú fjöllin skammdegissunna, 2. Heill sé þér kæra
fjalla frón. — Helgi Árnasorv 1. Minni Þjóðvinafélagsins, 2. Minni Jóns
Sigurðssonar, 3. Minni Islands, 4. Minni konungs. — Jón Árnason á Víði-
mýri: 1. Fyrir minni landshöfðingja, 2. Minni Jóns Sigurðssonar. — Jón
10