Skírnir - 01.01.1962, Síða 154
146
Njörður P. Njarðvík
Skímir
áður hafði verið ákveðið, að haldin skyldi guðsþjónusta í öll-
um kirkjum landsins sumarið 1874 í tilefni af þúsund ára
byggð Islands. Samkvæmt konungsúrskurði frá 8. sept. 1873
ákvað biskupinn, sem þá var dr. Pétur Pétursson, að áður-
greind messa skyldi sungin 9. sunnudag eftir Trinitatis, sem
var 2. ágúst, og skyldi ræðutextinn vera 90. sálmur Daviðs,
1.—4. og 12.—17. vers.1)
Um svipað leyti og þessi tíðindi voru gerð kunn (nánar til-
tekið 25. okt. 1873), hélt séra Matthías Jochumsson af landi
brott til Bretlands. Þá um veturinn orti hann svo lofsönginn,
fyrsta erindið í Edinborg, meðan hann dvaldist hjá Sveinbirni
Sveinbjömssyni, en síðari erindin tvö í London. Kvæðið er
þannig byggt, að fyrri erindin tvö fjalla um hin liðnu þúsund
ár, en þriðja og síðasta erindið höfðar til framtíðarinnar. Svo
sem kunnugt er, er kvæðið sálmur eða ákall til guðs að öðr-
um þræði, en að hinu leytinu lofsöngur honum til dýrðar.
Kemur þar aftur fram skipting sú, er ég drap á áðan og grein-
ir að fyrri erindin tvö og hið síðasta. Fyrri erindin eru lof til
drottins og þakklæti fátækrar þjóðar fyrir þúsund ára líf, en
hið síðasta ákall og bæn til guðs um leiðsögn hans og fomstu
á komandi tímum.
Skyldleiki lofsöngsins við 90. sálm Davíðs er mjög greini-
legur. Ræðutextinn, sem skáldið studdist einkum við, hljóð-
ar þannig:
Hinriksson á HelluvaSi: 1. Á þjóðhátíðinni 1874. — Jónas Gíslason Skóg-
strendingaskáld: 1. Minning og minni Islands. — Jónas GuSmundsson:
1. Kvæði flutt á þjóðhátíð á Þingnesi. — Jónas Jónsson frá Sigluvík:
1. Kvæði flutt á þjóðhátíð Svarfdæla. — Sigurbjörn Jóhannsson frá Fóta-
skinni: 1. Nú hittast menn á hátíðlegum degi. —• Valdimar Ásmundsson:
1. Þjóðhátíðarsöngur, 2. Til fjallkonunnar. — Tvö minni Jóns Sigurðs-
sonar í Norðanfara 9.6.1875 eftir G.G. og B.B. Ennfremur kvæði eftir
A. Jónson i Norðanfara 2. júlí 1874. Höf. óþekktir.
Erlend kvæði: Richard Kaufmann: 1. Til Island ved tusindarfesten,
2. For kvinden. — Carl Anderseru 1. Til kongen. — Camillo Bruun: 1. Ved
Tusindárfesten 1874. — Benedicte Arnesen Kall: 1. Til konungs vors við
komu hans til Islands (þýð. Brynjúlfur Oddsson). — Kristofer Jansorv
1. Til Islands tusund-árs helgi 1874. — Bayard Taylor: America to Ice-
land (þýð. Matthías Jochumsson).
i) Þjóðólfur 17. okt. og 5. nóv. 1873. Víkverji l.nóv. 1873.