Skírnir - 01.01.1962, Side 156
148
Njörður P. Njarðvík
Skimir
að safn tímanna hnýti drottni krans úr sólkerfum himnanna,
að öll tilveran sé með öðrum orðum guði til dýrðar. f ræðu-
textanum er sagt: „því þúsund ár eru fyrir þínum augum
sem dagurinn í gær“, en í kvæðinu:
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir.
f Biblíutextanum er sagt, að drottinn „burt skoli“ dögun-
um, „þeir eru sem draumur; á morgnana sem gras, er skjótt
hverfur‘“. Og því verða þúsund ár þjóðarinnar
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Svo virðist sem þessar tvær línur séu oft misskildar. Mönn-
um hefur skilizt, að átt sé við eilíft blóm og fundizt órökrétt
að segja, að eilíft blóm deyi. Svo er þó ekki. Sé kvæðið borið
saman við Biblíutextann, sést greinilega, að skáldið vill sýna,
að þúsund ár eru fyrir guði eins og ævi eins blóms er í okk-
ar augum í samanburði við alla eilífðina.
Annað erindið fjallar einnig að nokkru leyti um tímann,
en þó er jafnframt minnzt á aðra hluti. Eins og hið fyrsta
hefst þetta erindi einnig á lofgjörð til drottins, lofgjörð, sem
felur í sér mikla lotningu og mikla auðmýkt. í ræðutextanum
segir, að guð hafi verið vort athvarf frá kyni til kyns. f kvæð-
inu er sagt, að guð hafi verið drottinn vor frá kyni til kyns
og vort einasta skjól. Nú erum við þeir, sem eiga að þakka
með „titrandi tár“, því án guðs værum við ekki til. Þarna
nær skáldið enn sterkari mynd með því að heimfæra hið
titrandi tár blómsins yfir á okkur. Það minnir okkur á smæð
okkar og hverfulleik. Einnig við erum skammlíf. Og aftur
tekur séra Matthías kenninguna um blekkingu og skammæi
tímans, því nú eru þúsund ár orðin eins hraðfleyg og morg-
undöggin, sem hverfur fyrir sólu.
í síðasta erindinu er horft fram á leið, fram á ófarinn veg
þjóðarinnar. í þessu erindi er margt sótt til ræðutextans,
eins og sjá má með samanburði. Þetta erindi hefst einnig á
lofgjörð til drottins, og einnig eru mennirnir minntir á eigin