Skírnir - 01.01.1962, Page 157
Skírnir Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar 140
fallvaltleik. 1 ræðutextanum segir: „Þú gjörir manninn að
dufti og segir: Komið aftur, þér mannanna börn!“ 1 kvæð-
inu segir:
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
f ræðutextanum er drottinn beðinn um að snúa sér til
mannanna, aumkast yfir þá og metta þá með miskunn sinni,
svo að þeir geti fagnað og glaðzt. f kvæðinu er guð beðinn
um að vera „vort Ijúfasta líf“,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
í síðari hluta ræðutextans er drottinn beðinn um að gæta
okkar og veita okkur meiri hamingju en okkur hefur áður
hlotnazt. Og þá kemur fram ósk séra Matthíasar til handa
þjóð sinni:
íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Lofsöngurinn er án nokkurs efa merkasta ljóðið, sem ort
var í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874. Þetta er áhrifamikið og
átakanlegt ljóð, sárt ákall þjóðar í nauðum. Séra Matthías
sagði sjálfur, að sér hefði ekki þótt eins mikið koma til síðari
erindanna tveggja og hins fyrsta.1) Persónulega er ég þeirr-
ar skoðunar, að síðari erindin tvö standi hinu fyrsta sízt að
baki. Enda þótt erindin þrjú séu ekki ort öll i einu, finnst
mér kvæðið standa sem ein heild, þar sem ekkert erindi get-
ur án hinna verið. Þetta ljóð er eitt af tiltölulega fáum, sem
séra Matthías yrkir af eigin hvöt í tilefni hinna miklu tima-
móta 1874. Og ég vil fullyrða, að séra Matthías hefði verið
höfuðskáld þjóðhátíðarinnar, þótt hann hefði einungis ort
þetta eina ljóð.
!) Matthía Jochumsson: Sögukaflar af sjálfum mér, útg. 1922, 238. bls.