Skírnir - 01.01.1962, Síða 158
150 Njörður P. Njarðvík Skímir
Um lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar verður ekki fjallað
hér.
Brynleifur Tobíasson segir í bók sinni um þjóðhátíðina, að
lofsöngurinn hafi þegar í fyrsta skipti vakið mikla hrifningu,
bæði textinn og lagið.1) Ég er þeirrar skoðunar, að þetta sé
mjög orðum aukið. Blöðin, sem gefin voru út í Reykjavik
um þessar mundir, eru furðu-fáorð um þessa hátíðlegu
stund.2) Hins vegar standa eftirfarandi setningar í bók Bryn-
leifs Tobíassonar:
Bayard Taylor segir í stórblaðinu New York Tribune,
að lofsöngurinn hafi haft mikil áhrif er hann var sung-
inn, „svo að ég sá, að augu margra fylltust tárum. Við-
kvæðið „Islands þúsund ár“ hljómaði um kirkjuna með
tónum, sem voru hátíðlegri fremur en að nokkur stolt-
tilfinning væri í þeim, og lýstu þeir hinum alvarlega
guðræknisanda, sem bjó í fólki því, er hér var saman
komið“.3)
1 samanburði við þessa lýsingu hins bandaríska stórblaðs
má raunar heita furðulegt, hve fáorð íslenzku blöðin eru.
Hátíðarmessan var þó sungin þrisvar sama daginn, og lof-
söngurinn var fluttur í öll skiptin næst á eftir prédikun.4)
Sjálfur segir séra Matthías um þennan fyrsta flutning lof-
söngsins:
... þá er ég fyrst heyrði sungið í dómkirkjunni lagið
og sálminn „Ö, guð vors lands“, fannst sál minni það
sem „hljómandi málmur og hvellandi bjalla‘“, og gladd-
ist ég hvorki né metnaðist.5)
Ég vil svo leyfa mér að vitna í ritgerð eftir próf. Steingrím
J. Þorsteinsson til að rekja sögu lofsöngsins stuttlega eftir
þjóðhátíðina:
Á síðasta fjórðungi 19. aldar var Ö, guð vors lands oft
4) Brynleifur Tobíasson: Þjóðhátiðin 1874, 54. bls. og 214. bls.
2) Þjóðólfur 12. ágúst 1874, Víkverji 4. ág. 1874. Annáll 19. aldar IV,
165. bls. Tíminn getur ekki um flutning lofsöngsins.
3) Þjóðhátíðin 1874, 214. bls.
4) Víkverji 4. ág. 1874.
5) Sögukaflar, 258. bls.