Skírnir - 01.01.1962, Page 159
Skírnir Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar 151
sungið opinberlega af söngfélögum. En það var ekki
fyrr en á tímabilinu frá heimastjórn til fullveldis, milli
1904 og 1918, sem það ávann sér hefð sem þjóðsöngur.
Við fullveldistökuna var það leikið sem þjóðsöngur Is-
lendinga og hefur verið það ætíð síðan. — íslenzka rík-
ið varð eigandi höfundarréttar að laginu — sem áður
hafði verið í eigu dansks útgáfufyrirtækis — árið 1948
og að ljóðinu 1949.1)
Því miður vill það enn bera við, að þjóðsöngnum sé tekið
með nokkru tómlæti. Ekki eru allir Islendingar vinir þessa
mikla ljóðs — né heldur lagsins. Hafa menn ýmislegt út á
hvort tveggja að setja sem þjóðsöng. Lagið er talið erfitt til
söngs, kvæðið er talið þunglamalegt og jafnvel órökrétt. Loks
er það svo talinn galli, að ljóðið sé sálmur en ekki ættjarðar-
ljóð. Ekkert af þessu vil ég telja galla. Mér finnst kostur, að
lagið er erfitt til söng. Það er trygging fyrir því, að því sé
ekki slitið iit hversdagslega af lítt lagvísu fólki, auk þess sem
það er ekkert einsdæmi, að þjóðsöngvar séu erfiðir til söngs.
Ég get ekki fundið, að kvæðið sé þunglamalegt, en slíkt er
að sjálfsögðu alltaf smekksatriði. Þeir, sem halda því fram,
að lofsöngurinn sé órökréttur, hafa misskilið kvæðið. Og
menn verða sjálfsagt ævinlega ósammála rnn það, hvort rétt
sé að hafa sálm fyrir þjóðsöng. Það hlýtur að fara eftir af-
stöðu manna til trúarbragða. Á það má þó benda, að þessi
sálmur snertir sögu þjóðarinnar töluvert mikið. Og ég fæ ekki
séð, að unnt sé að óska þjóð sinni nokkurs betra en, að
íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
2. Mikið dagsverk.
Séra Matthías yrkir mest allra í tilefni þjóðhátíðarinnar
1874. Hann yrkir 15 ljóð, sem koma þjóðhátíðinni nokkum
veginn beint við, auk þess sem gera má ráð fyrir, að hann
J) Ö, guð vors lands, þjóðsöngur Islendinga, Reykjavik 1957, 4. bls.