Skírnir - 01.01.1962, Side 160
152
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
hafi ort þó-nokkur kvæði að auki þetta ár, þótt ekki snerti
þetta verkefni. Séra Matthías verður þrjátíu og níu ára gam-
all þjóðhátíðarárið. Hann sagði af sér preststörfum árið áður
og festi kaup á Þjóðólfi og stýrði honum. Hann stendur mitt
á milli þess, er hann kom fyrst fram fyrir þjóð sína sem
skáld, og þess, er hann gaf út fyrstu ljóðabók sína heilum ára-
tug síðar. Engu að síður er séra Matthías vel þekktur sem
ljóðskáld. Gefnar höfðu verið út þýðingar hans á Friðþjófs-
sögu og Macbeth og auk þess hirzt eftir hann kvæði í blöð-
um og tímaritum.
Ekki mun annað hafa þótt sæma í þá daga en heilsa kon-
ungi, erlendum þjóðum og gestum með ljóðum, er þeir kæmu
hingað um óraveg til að vera viðstaddir þessi merku hátíða-
höld þjóðarinnar. Þó munu menn hafa brugðið nokkuð seint
við. Um þetta segir Matthías:
Og svo tók þjóðhátíðin við — einmitt þá daga, sem ég
varð landfastur. Tveim dögum eftir kom þjóðhátíðar-
nefndin til min til að skora á mig að yrkja minnin,
öll minnin, 6 eða 7, því að Steingrímur var fjarverandi.
Halldór kennari Friðriksson var formaður, og var hann
lítill vinur minn; neitaði ég í fyrstu og lét þó til leiðast;
var þá einn dagur eftir til þess, er konungur átti að
koma. Ég brá því óðara við að finna Jónas Helgason,
er þá var helztur söngmeistari í Reykjavík; kom okkur
skjótt saman um, hver lög skyldi velja fyrir hverju
minni, og síðan „reif ég af“ öll 7 minnin og flest sama
daginn. Og þótt þau væru í meira lagi ,,hraðkveðin“,
voru þau þakksamlega þegin og sungin, og flestir Is-
lendingar kunna þau eða kannast við til þessa dags.
Sjálfum fannst mér fátt um þau.1)
Sitthvað er við þessa frásögn séra Matthíasar að athuga,
og mun það hafa brenglazt í minni hans. Hann var til dæm-
is ekki nýkominn heim, þegar þjóðhátíðin hófst. Hann kom
til Reykjavíkur frá Bretlandi 22. marz, en þjóðhátíðin stóð i
ágústbyrjun.2) Og hann hefur sjálfur sagt, að hann hafi ort
J) Sögukaflar, 258. bls.
2) Þjóðólfur 25. marz 1874.