Skírnir - 01.01.1962, Page 161
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthiasar Jochumssonar
153
eitt minniskvæðið (Minni Ingólfs) í Bretlandi um veturinn.1)
Hitt er ugglaust rétt hjá honum, að þjóðhátíðarnefndin hafi
brugðið seint við og hann hafi haft skamman tíma til stefnu.
Og að öllum líkindum er það rétt, að flest kvæðin séu ort
á skömmum tíma, enda bera þau þess merki, að þau eru hrað-
kveðin. Ekki virðist þó Matthías hafa átt margra kosta völ.
Og við þetta bætist svo einnig, að hann varð að yrkja kvæðin
við sérstök og fyrirfram valin lög, sem hlýtur að hafa skorið
honum enn þrengri stakk.
I Landsbókasafni er til sérstakt hefti með átta kvæðum og
ber titilinn Þjóðhátíð Reykvíkinga 2. ágúst 1874. Sjö þessara
kvæða eru eftir séra Matthías, en eitt eftir Steingrím Thor-
steinsson, og verður þess ekki getið hér.
Fyrsta kvæðið í þessu hefti nefnist Konungsminni, og var
það einnig prentað í Þjóðólfi 4. ágúst 1874. Var það ort við
lagið Kong Christian stod ved höjen mast. Þetta kvæði er
þrjú erindi og ekki sérlega merkilegt. Konungur er boðinn
velkominn „yfir Islands sæ“ og lýst hugarfari þjóðarinnar
gagnvart konungi. Lögð er áherzla á, að konungur sé þjóð-
inni hinn mesti aufúsugestur og þjóðin fagni honum af heil-
um huga. Kvæðið er í rauninni allt mismunandi ávarpsorð
til konungsins og hann boðinn velkominn með mismunandi
orðum. Bezt er að mínum dómi síðasta erindið, sem endar
svo:
Sjá hástól þinn, vor himinfjöll,
og hjarta vort, er konungshöll
þér býr.
Þetta kvæði var sungið margoft, bæði í Reykjavík, á öskju-
hlíð, í skólanum og á Þingvöllum sem og víðar um land. En
fyrst var það flutt konungi sjálfum. Hafði upphaflega átt að
syngja það fyrir konung, er hann steig á land, en einhverra
hluta vegna varð ekki af því. En um kvöldið flutti svokall-
aður Iðnaðarmannasöngflokkur honum kvæðið, og stjómaði
Jónas Helgason söngnum.
Þar eftir gekk konungur og fylgd hans ofan að söng-
*) Sögukaflar, 238. bls.