Skírnir - 01.01.1962, Page 162
154
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
flokknum, þakkaði mildilega formanni flokksins.........
Þá spurði konungur, hvort þeir eigi gætu sungið íslenzkt
kvæði með íslenzku lagi. Jónas sagðist fyrst ekkert slíkt
lag þekkja, en þegar landshöfðingi þar eftir bað hann
að láta syngja lag, er Jónas sjálfur nýlega hafði ort við
kvæði eftir síra Matthías, fyrir Ingólfs minni, var þetta
kvæði sungið, og þakkaði þá konungur aftur mörgum
fögrum orðum fyrir sönginn.1)
Þetta kvæði, Minni Ingólfs, er hið næsta í röðinni í áður-
greindu hefti. Fyrr er þess getið, að það var ort í Bretlandi
veturinn áður. Birtist það í Timanum 19. sept. 1874 með nót-
um að lagi Jónasar Helgasonar. Þetta kvæði er þrjú erindi
og verður að teljast merkilegra en minni konungs. Þama er
skáldið ekki heldur bundið við neitt lag við sköpun kvæðis-
ins, þar eð lagið er til orðið á eftir því. Einnig er kvæðið ort
af eigin hvöt, en ekki eftir pöntun, og nægur tími til stefnu.
Sérstaklega ber þama mikið á rímleikni, þar sem skáldið not-
ar innrím í þrem vísuorðum í hverju erindi. Lýsir það land-
inu ósnortnu og lætur það fagna komu Ingólfs:
Lýsti sól stjörnu stól,
stirndi á Ránar klæði,
skemmti sér vor um ver,
vindur lék í næði.
Heilög sjón, hló við Frón:
Himinn, jörð og flæði
fluttu landsins föður heillakvæði.
Landið skartar sínu fegursta við komu Ingólfs; allt klæð-
ist hátíðaskrúði, fjöllin, árnar, blómin, fuglamir, sem syngja
fyrir hann sín fegurstu lög:
Himinfjöll, földuð mjöll,
fránu gulli brunnu.
„Fram til sjár“ silungsár
sungu, meðan runnu.
Víkverji 1. ág. 1874.