Skírnir - 01.01.1962, Page 163
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
155
Blóm á grund, glöð í lund,
gull og silki spunnu,
meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu.
Einnig er þessi vísa skemmtilegt dæmi um myndgerð séra
Matthíasar: þarna er allur sjóndeildarhringurinn hnepptur
í eina vísu.
Enn snýr hugurinn þúsund ár aftur i tímann, til upphafs
Islands byggðar. Ný þjóð er til orðin, hinn fyrsti maður tek-
ur sér bólfestu á Islandi. Vættir landsins fagna komu hans
og hafa æ síðan vakað yfir kyni Ingólfs:
Blíð og fríð frelsistíð.
Frægur steig á grundu
Ingólfur Arnarhur,
íturhreinn í lundu.
Dísafjöld hylltu höld,
heill við kyn hans bundu.
Blessast Ingólfs byggð frá þeirri stundu.
Þetta er skemmtilegt kvæði, ólíkt flestu öðru, sem kveðið
hefur verið um Ingólf Arnarson.
Næsta kvæði Matthíasar í heftinu frá þjóðhátið Reykvík-
inga er Minni Danmerkur, ort undir laginu Herlige land.
Kvæðið er fimm erindi, fjögur vísuorð hvert. Þetta er vanda-
samt verkefni. Það er erfitt að minnast Danmerkur án þess
að fyllast beiskju, því sjaldan hafa tvær þjóðir átt jafnlang-
varandi ógæfu saman. Að vísu hefur hugur Islendinga í garð
Dana liklega verið með skásta móti þjóðhátíðarárið. Engan
veginn var þó ástandið mjög gott, ef marka má þessi um-
mæli séra Matthíasar:
Þá var og heldur harður kurr í mörgum til Dana og
dansklundaðra íslendinga.1)
Matthías fer þarna varlega í sakirnar. Hann lýsir hinu
„brosandi landi“, sem er „fléttað af sólhýrum sundum, /
saumað með blómstrandi lundum“. Hann fetar hægt áfram
kvæðið og reynir að varast viðkvæma hluti, en getur þó ekki
Sögukaflar, 259. bls.