Skírnir - 01.01.1962, Síða 164
156
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
stillt sig, áður en lýkur, ef hann hefur þá ekki gert það af
ásettu ráði til að sýna einhvern hluta hugar síns. Hann seg-
ist vona, að þokan, sem hafi grúft yfir samskiptum þessara
tveggja þjóða, muni „breytast og hverfa með árum“ og við
munum loks skilja hvor annan, áður en lýkur: „Land þekk-
ir land“. Þó er honnum sá grunur í brjósti, að vinir Dana
getum við ekki orðið, fyrr en við séum frjálsir og getum stað-
ið augliti til auglitis við Dani sem jafningjar þeirra. Hann
veit, að baráttunni er ekki lokið, henni muni ekki ljúka, fyrr
en við Islendingar höfum fengið fullt frelsi. En von hans er
sú, að þjóðimar beri gæfu til þess, að sá viðskilnaður gerist
með vináttu og bróðurhug. Þá geti Islendingar og Danir orð-
ið vinir. Þetta er sagt í fáum, einföldum orðum, aðeins fjór-
um stuttum línum, en langt mál leynist milli þeirra lína.
Kvæðinu lýkur þannig á meistaralegan hátt, stóryrðalaust.
Síðasta erindið segir allt, sem segja þarf í einfaldleika sínum;
allir skilja, við hvað er átt:
Bróðurlegt orð
Snorraland Saxagrund sendir.
Samskipta vorra sé endir:
Bróðurlegt orð.
Minni Noregs er að mínum dómi merkast allra þessara
minniskvæða. Virðist séra Matthías hafa verið mjög vinveitt-
ur Norðmönnum, sem til dæmis má merkja á ræðu þeirri,
er hann hélt fyrir minni Noregs á þjóðhátíð Reykvikinga
2. ágúst. Þar segir hann meðal annars:
Frá Noregi kom þjóðkraftur vor, og í frjálsu sambandi
við Noreg óx hann og efldist, og meðan frelsisins jafn-
vægi hélzt milli landanna, viðhélzt og blessaðist blóð-
skyldan og bar hina fegurstu ávexti. En óðar en þetta
jafnvægi raskaðist, óðar en samband landanna tók að
losna, verða ófrjálsara og ónáttúrlegra, óðar tók þjóð-
kraftur vor að hníga, og þegar vér höfðum minnst við-
skipti við Noreg, vorum vér minnstir í þjóðlegum skiln-
ingi. Vér óskum því af öllu hjarta, að nýir tímar megi
vekja nýtt líf og frelsi í viðskiptum og fóstbræðralagi