Skírnir - 01.01.1962, Page 165
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
157
þeirra landa, sem eru sköpuð hvort öðru til hjálpar og
blessunar.1)
Kvæðið er fjögur erindi, sex vísuorð hvert og ort undir
laginu: Ljómandi faldar hin ísþakta ey. Skáldinu er mjög í
huga, að Islendingar og Norðmenn hefji að nýju samskipti
sín á milli. Matthíasi er sú vitund í brjósti, að senn muni hin
langa nótt íslenzku þjóðarinnar á enda og upp rísa nýr dagur.
Hið sama kemur raunar einnig fram í lofsöngnum, þó með
allt öðrum hætti. Þar var það vonin, ákallið og trúin; nú
talar skáldið með vissu: „Nóttin líður, nú fer að morgna“.
í kvæðinu er stígandi, orðin verða sterkari, ljósari. Elinnig er
yfir kvæðinu forn blær og jafnvel heiðinn. I augum séra
Matthíasar eru Norðmenn á Islandi langþráðir táknberar
frelsisins. Honum er tíðrætt um frændsemina og blóðskyld-
una. Frá Noregi komum við frjálsir „sem vindur á vog“, og
þennan dag vaknar frelsisvonin sterkari en nokkru sinni fyrr.
Skáldið fagnar frændum sínum af djúpum innileik. Er
skemmtilegt að athuga, hve tilfinningar skáldsins virðast
miklu heitari í þessu kvæði en hinum minniskvæðunum:
Loksins vér finnumst og föðmumst í dag,
þér frændur af norrænni grundu:
Festum nú eiði vort fóstbræðralag
á fagurri hamingjustundu.
Nóttin líður, nú fer að morgna,
nú vekja þórdunur blóðskyldu forna.
Með yður dynja frá Dofrafjalls-byggð
vor dýrðlegu feðranna minni;
hér biður Saga með heilagri tryggð;
hún sat, þó steinar brynni.
Nóttin líður, nú fer að morgna,
nú vekja þórdunur gullöld upp forna.
Siðustu tvær línumar í þessum erindum verka eins og við-
lag, sterkt og máttugt sem galdur. Þetta viðlag er öflugra
hverri von, það er vissa. Og kvæðið heldur áfram, karlmann-
Þjóðólfur 12. ag. 1874.