Skírnir - 01.01.1962, Síða 166
158
Njörður P. Njarðvík
Skímir
legt og sterkt. Nú er upp runnin hin heilaga stund, er við
eigum að hefja að nýju bræðralag við forfeður okkar. Það er
að birta yfir Islandi. Af þessu má sjá, að kvæðið er ekki nema
að litlu leyti minniskvæði; það er fyrirboði frelsis.
Þjóðlífisbernskan er þúshundruð ár,
en þjóðlífsins takmark er frelsi.
Brosir nú heimurinn, bjartur og hár,
brotnar nú fjötur og helsi.
Nóttin líður, nú fer að morgna,
nú vekur alfaðir lífskraftinn forna.
Berið heim kveðju frá Kjartans-grund
til kynstórra feðranna móður,
segið: „Vér hnýttum við háleitan fund
vor hjörtu sem bróðir við bróður.“
Sjáum bræður, hvar sól skín á grundu,
samtökin byrjum á heilagri stundu.
Þá kemur að Minni Svíþjóðar. Það er stutt kvæði, aðeins
tvö erindi, sjö braglínur hvort, ort við lagið Ur svenska hjar-
tans. Þetta eru í rauninni aðeins kveðjuorð til Svíþjóðar, og
er Svíþjóð ávörpuð mörgum, fögrum orðum, þótt ekki geti
það talizt mikill skáldskapur að mínum dómi. Séra Matthíasi
er það greinilega mjög í mun, að fslendingar bindist sterk-
um vinarböndum við hinar Norðurlandaþjóðirnar, því það
kemur fyrir í öllum minnum Norðurlandanna. Minni Svi-
þjóðar lýkur þannig:
Oss tengi, Sviar, bræðrabönd!
Vér bjóðum hlýja vinarhönd,
og hátt mn sænska sigurströnd
vér syngjum heiðurslag.
Minni Vesturheims finnst mér sízta minniskvæði Matt-
híasar. Greinilegt er, að kvæðið er ærið hraðkveðið, og ekki
virðist skáldið hafa ort það af mikilli tilfinningu. Eins og
byrjar minniskvæðum, er landinu árnað heilla, drottinn er
lofaður fyrir, að Vínland hið góða skyldi finnast aftur, eftir