Skírnir - 01.01.1962, Page 171
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
163
Faldaðu fyrir skjöldung,
fjallmæl, í dag snjallan,
(fjöll skrýðist geisla gulli)
goðhelg, sólarroða.
En frjálsborin frelsis
fagurljóð jöfri góða
vandi vel og sendi
vindur af Snjófellstindi.
Og þannig lýkur minniskvæðum séra Matthíasar Jochinns-
sonar.
4. Sálmar, tímamót og Islandsvísur.
í Ljóðmælum Matthíasar Jochumssonar 1884 eru tveir
þjóðhátíðarsálmar, Tímamót 1873 og Islandsvísur kveðnar í
Lundúnaborg gamlárskvöld 1873. öll þessi ljóð snerta því
þjóðhátíðina, þótt ekki hafi þau verið flutt eða sungin á henni
sjálfri. Þau eru öll ort í tilefni hinna merkilegu tímamóta í
lífi íslenzku þjóðarinnar, og ég tel mér ekki fært að skilja
svo við þjóðhátíðarljóð séra Matthíasar, að þeirra sé ekki get-
ið að nokkru. Mun ég þá fyrst minnast á sálmana (Upp, þús-
und-ára þjóð og Ó, Drottinn, Drottinn öld af öld), en þeir
birtust saman i Þjóðólfi 4. ágúst 1874. Þessir tveir sálmar
birtust einnig í Ljóðmælum séra Matthíasar saman sem eitt
kvæði og eru aðeins aðgreindir með merkjunum I og II. Þó
finnst mér sálmarnir ekki að öllu leyti samstæðir, og verður
nú nánar að þeim vikið.
Fyrri sálmurinn, Upp þúsund-ára þjóð, er í rauninni hvatn-
ingarljóð til þjóðarinnar. Þjóðin á að sækja fram, segja skilið
við hið liðna og hefja nýtt líf. Einnig á þjóðin skuld að gjalda;
hún á að þjóna guði og launa honum i verki þúsund ára líf
sitt. Sömuleiðis á hún í veraldlegum skilningi að brjóta nýj-
an veg og hefja sjálfa sig til nýrra hæða, svo að líf hennar
verði þannig einnig guði til dýrðar:
Fram, fram úr fornri döf!
Fram, fram úr dauða og gröf!