Skírnir - 01.01.1962, Page 172
164
Njörður P. Njarðvík
Skímir
því hvar er heljar vigur?
og hvar er dauðans sigur?
Guðríkis kraftur kemur:
hvað knýr vom anda fremur?
örlítið ber í kvæðinu á skyldleika við lofsönginn, einkum
í 9. erindinu, en þau eru tólf alls:
Guð faðir! lífs vors lif,
þú lands vors eilif hlif!
sjá, í þér erum, hrærumst,
og af þér lifum, næmmst;
þú telur minnstu tárin
og tímans þúsund árin.
Siðari sálmurinn, Ó, Drottinn, Drottinn, öld af öld, er aft-
ur á móti náskyldur lofsöngnum, og mun fátítt að tvö ljóð
sama skálds séu eins nátengd hvort öðru. Kvæðið er ort ná-
kvæmlega eftir 90. sálmi Davíðs og það í enn þrengri ögun
en lofsöngurinn. Ég mun gera ofurlitinn samanburð á kvæð-
inu og Davíðs sálmi:
Fyrstu tvær línur kvæðisins hljóða svo:
Ö, Drottinn, Drottinn, öld af öld
þú ert vor Guð og herra.
1 Daviðs sálmi:
Drottinn! þú varst vort athvarf frá kyni til kyns.1)
Annað erindi kvæðisins:
Hve litið sýnist lífið manns,
þá litið er til baka,
án dvalar hverfa dagar hans,
sem draumar enda taka.
Sjá, þúsund ár vors lýðs og lands
eru liðin sem næturvaka.
f Davíðs sálmi:
Þvi þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn
a) Hér er alls staðar fylgt texta Biblíunnar, sem prentuð var í Lun-
dúnum 1866.