Skírnir - 01.01.1962, Page 173
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
165
í gær, þá hann er liðinn, og eins næturvaka. Þú burt
skolar þeim; þeir eru sem draumur; á morgnana sem
gras, er skjótt hverfur.
Tvær síðustu línur þriðja erindis:
Hjá þér eru, Drottinn, þúsund ár
sem þessi stutti dagur.
I Davíðs sálmi:
Því þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn
í gær.
Og miðlínurnar í þriðja erindi:
en þú varst áður, herra hár,
en himingeimur fagur.
1 Davíðs sálmi:
Áður en fjöllin fæddust og þú til bjóst jörðina og heim-
inn, já, frá eilífð til eilífðar, ertu Guð.
Fjórar línur fjórða erindis:
Ef sjötíu ár í dauðans dal
vér dveljum, vel má haga;
úr blóði skráð um víg og val,
ó, veröld er þín saga.
f Davíðs sálmi:
Vorir ævidagar eru sjötíu ár, og með sterkri heilsu átta-
tíu ár, og það þeirra hið kostulegasta er sorg og mæða,
því þau líða skjótt og vér erum á flugi.
Tvær síðustu línur fjórða erindis:
Þú lærir seint það tímatal
að telja þína daga.
í Davíðs sálmi:
Kenn oss svo að telja vora daga, að vér verðum for-
sjálir.
Eins og sjá má af þessum samanburði, leynir sér ekki
skyldleikinn við lofsönginn, enda eru bæði kvæðin ort út
frá sömu forsendu. Sennilegt er og, að kvæðin hafi verið ort