Skírnir - 01.01.1962, Page 176
168
Njörður P. Njarðvík
Skímir
gleyma því, segir skáldið, að forsjónin hefur veitt mönnun-
um frjálsan vilja hér á jörðu. Síðasta erindi annars kafla
hljóðar svo:
Upplýsing er vort lif,
uppbygging, stoð og hlíf
undir Guðs alstjórnar ráði.
En þótt í þúsund ár
þomaði ei hlóð og tár,
uppsker hver, eins og hann sáði.
f þriðja kaflanum rís svo kvæðið upp i allt sitt veldi, en
þetta er eitt áhrifamesta þjóðhátíðarkvæði Matthíasar. Nú
eru börn landsins beðin að risa af svefni og hætta að mæna
á horfinn tíma, því þar sjái þau ekkert nema eymd og aft-
urför. Þau em beðin um að láta sjálf til sín taka. Þriðja er-
indið er átakanleg spuming:
Hvar sérðu heilan garð?
Hvað áttu mikinn arð,
þjóð, hinna þúshundrað punda?
Ó, þú mín ættarfold,
átt þú í dauðra mold
arð þinnar áhyrgðar stunda?
Séra Matthías biður svo þess, að allir þeir menn, sem voru
íslandi góðir synir, fái óskipt lof, en hina vill hann ekki
dæma; það gerir „hann, sem veit hulin rök“.
f fjórða og síðasta kaflanum er svo hvatning til þjóðar-
innar:
Upp, upp, þú íslands son,
ókomna tímans von,
áfram og efldu þig sjálfur!
í þér býr andi stór,
eilífra krafta sjór;
enn ert þú ei orðinn hálfur.
Séra Matthías er sannfærður um, að fullur árangur náist,
svo framarlega sem allir leggist á eitt og sæki fram til nýrra