Skírnir - 01.01.1962, Page 177
Skírnir Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar 169
fítaka, og munu þá takmörkin vera tvö: sjálfstæði og andleg
velmegun.
Kvæði þetta birtist fyrst í Þjóðólfi 4. mai 1874.
Íslandsvísur kveðnar í Lundúnaborg gamlárskvöld 1873
birtust fyrst í Þjóðólfi ll.júní 1874. Þær eru ortar undir
ferskeytluhætti og eru 31 talsins. I fáeinum vísnanna ber á
mikilli rímleikni, en þar er beitt vixlinnrími:
Neyð og mæða niðar þung
nið’r í svörtum dölum;
dilla kvæðin eilíf-ung
upp í björtum sölum.
Andi vísnanna er nokkuð svipaður þeim kvæðum, sem hér
er getið að framan í þessum kafla, en tæplega geta þær samt
talizt eins merkilegur skáldskapur og þau kvæði. Skáldið vill,
að þjóðin kasti ellibelgnum og yngi sig upp að nýju. Hún
á að horfa til baka og halda síðan ótrauð áfram leið sína og
setja traust sitt á guð. Sjálfur segir Matthías frá því, hvem-
ig þetta kvæði varð til:
Hvert var ég að hugsa — nema heim, heim til eyjar-
innar köldu, sem það kvöld var að syngja síðasta vers-
ið sinnar þúsundára sögu! Og svo myndaðist vísa eftir
vísu rímu þeirrar, sem ég síðan kallaði fslandsvísur. Og
ef ég man rétt, fór ég ekki til sængur fyrr en ég hafði
skrifað síðasta erindið:
Gamlárskvöld er gengið inn
guðleg náð oss orni.
Rís nú ung í annað sinn,
íslands þjóð að morgni.1)
Hér brást minnið þó, því að þetta er ekki síðasta erindið,
heldur hið næstsíðasta.
Bayard Taylor orti kvæði á þjóðhátíðinni, sem nefnist
America to Iceland. Séra Matthías þýddi þetta kvæði á ís-
lenzku. Ekki er þýðingin nákvæm, en mjög snoturleg. Kvæð-
ið sjálft getur ekki talizt merkilegt. Þar er borið lof á ís-
J) Sögukaflar, 253. bls.