Skírnir - 01.01.1962, Page 183
STANISLAW HELSZTYNSKI:
PÓLSK RIT UM ÍSLENZK MÁLEFNI.
I
Islenzk efni í verkum pólsku rithöfundanna
Lelewel og Slowacki.
Á öndverðri 19. öld var það ekki höfuðborgin Varsjá með
þeim klassísku erfðavenjum, sem þar réðu ríkjum, er fyrst
menningarstöðva Póllands varð fyrir andlegum áhrifum frá
ljóðum íslenzkra fomskálda og hinum nafnlausu höfundum
Islendingasagnanna, heldur Vilna, háskólabær úti á landi.
Þessu var þannig varið vegna þess, að félagar í stúdentaklúbb
nokkrum, er kölluðu sig „fílómaþista“, fengu fyrst áhuga á
gömlum keltneskum þjóðsögum eins og þeim, sem Macpher-
son hafði ritað. Órímuð ljóð Ossians voru mikið þýdd og
stæld í Póllandi undir lok 18. aldar. Á þessu tímabili gerðu
pólskir rithöfundar sér ekki glögga grein fyrir mismuninum
á fornkeltneskum og fomnorrænum bókmenntum.
Brautryðjandi í rannsóknum Pólverja á íslenzkum bók-
menntum var Joachim Lelewel (1786—1861), einn af fmm-
kvöðlum nútímasöguritunar Pólverja. Honum var margt til
lista lagt, hafði ekki einungis áhuga á sögu, heldur einnig á
bókaskrám, listskurði og listbókmenntum. Sem háskólakenn-
ara tókst honum að vekja eldmóð og áhuga nemenda sinna
á kennsluefni sínu, sérstaklega i Vilna. Ein afleiðing þess,
hve vel honum tókst sem kennara, var, að eftir einungis
þriggja ára starf sem prófessor við háskólann í Vilna (1821
—1824) var hann rekinn frá starfi, „af því að hann hafði
skaðleg áhrif á unga fólkið, sem (að því er embættismenn
keisarastjórnarinnar sögðu) var heimskulega hlynnt pólskri
þjóðernisstefnu“.
Sjálfur Adam Mickiewicz, hið mikla þjóðskáld Pólverja,