Skírnir - 01.01.1962, Page 186
178
Stanislaw Helsztynski
Skimir
II
RannsóknarfefSir vísindamanna 1894—1939.
Á dögum rómantísku stefnunnar vöktu Eddumar og sög-
urnar einkum áhuga pólskra rithöfunda vegna þess, að þær
höfðu að geyma frjómagn fyrir skáldlegar líkingar. Einn af
merkustu bókmenntagagnrýnendum Varsjárborgar á þeim
árum, Maurycy Mochnacki, gekk svo langt í röksemdum sín-
um um kosti norrænna bókmenntaefna, að árið 1825 hvatti
hann landa sina — sem um þetta leyti voru enn sem dá-
leiddir af nýklassísku bókmenntastefnunni — til þess að vísa
á bug goðum og gyðjum Olýmpstinds og kjósa í stað þeirra
slafnesk goð eða önnur framandi goð, einkum þau, sem væri
að finna í norrænni goðafræði. Jafnvel Lelewel þótti nóg um
tillögu þessa, svo mjög sem hann mælti þó með rannsóknum
Pólverja á hinum norræna heimi. Hann mótmælti nýmæli
því, sem Mochnacki hafði stungið upp á, með orðalagi, er
hann færði í skáldlegan búning:
Ég myndi heldur kjósa að senda Sobieski konung til
Elysiusvalla en til áfloga og háværra svallsamkundna val-
kyrjanna í Valhöllu. Ég myndi heldur vilja heyra Apollo
syngja lofgjörð en Braga. Ég myndi fremur kjósa það,
að örlaganornirnar eltu uppi afbrotamenn og svikara en
Surtur.
Eftir misheppnaða uppreisn í Póllandi árið 1863 kom tíma-
bil, sem einkenndist af raunspeki (positivism), og beindist þá
athygli manna einkum að náttúruvísindum eins og landa-
fræði. ísland fór nú að laða til sín pólska ferðamenn og fræði-
menn sem land, er væri sérstaklega girnilegt til fróðleiks frá
jarðeðlisfræðilegu sjónarmiði.
Að vísu voru ekki margar ferðir famar til íslands á næstu
áratugum, og sú fyrsta lofaði ekki góðu. Xavier Sporzynski,
blaðamaður hjá Tygodnik Ilustrowany (Myndskreytt viku-
blað) í Varsjá, birti í blaðinu (1894) smágrein, sem hann
kallaði Frá hinu fjarlæga norSri. Lýsir hann þar ellefu daga
sjóferð á skipinu „Laura“, þar á meðal norðurljósunum. En