Skírnir - 01.01.1962, Side 187
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
179
lýsing þessi er frámunalega tilkomulítil og nær hámarki í
háfleygum spurningum. Til dæmis:
Norðrið. Hver er sá einkennilegi bjarmi, sem umlyk-
ur oss? Það er ekki létt birta eldsins né heldur glæstur
roði dögunarinnar. Og allt logar umhverfis oss. Daprir
himnar norðursins, stálgrátt hafið og skýin hið efra: allt
er þetta roða slegið.
Á einhvern hátt er lýsing þessi ekki sannfærandi. Það er
engu líkara en blaðamaðurinn sé að leitast við að skjóta flug-
eldum frá sjálfum sér inn á svið ósvikinnar lýsingar á fæð-
ingunni í Betlehem. Greinin var borin á borð fyrir lesendur
blaðsins á jóladag. Hvergi í greininni kemur jafnvel fram
sönnun þess, að höfundurinn hafi nokkru sinni stigið fæti á ís-
lenzka grund. Lýsing hans er grunsamlega mikið almenns eðlis:
Og lítum nú á landið, klettótt Reykjanesið, landamæra-
svæðið á milli Vúlkans og Póseidons. Breiður flói er hér
til hagræðis ferðamönnum, eða öllu heldur þeim, sem
æskja þess að brjótast inn á miðbik eyjarinnar til þess
að kynnast leyndardómsfullum skógarflákum hennar.
Þótt blaðamaður þessi gefi ímyndunarafli sínu lausan
tauminn, hefur hann ekki dirfsku til þess að halda því fram,
að hann hafi í raun og veru farið á land, séð Reykjavik, eða
að hann hafi ferðazt til þessara ímynduðu skógarfláka, sem
hann getur svo léttúðlega um. 1 stað þess lýsir hann stutt-
lega jarðfræði Islands — og er lýsing sú þó ekki frá honum
sjálfum runnin, heldur tekin úr bók eftir Sartorius von Wal-
tershausen, eins og að er vikið neðanmáls.
Þetta var því frásögn, sem einungis gat orðið til vansæmd-
ar fyrir höfund hennar. Fyrsta heimsókn Pólverja til Islands
heppnaðist engan veginn vel.
Það var ekki fyrr en 1907, að pólskur ferðamaður á Is-
landi tók ferð sína alvarlega og varði fé og þekkingu til þess,
að hún gæti heppnazt.
Þetta var Maurice Komorowicz, Pólverji, er bjó í þeim hluta
landsins, er var þá undir yfirráðum Austurríkismanna. 1
júlí það ár lagði Komorowicz af stað frá Kaupmannahöfn á
dönsku skipi. Hann kom á land í Reykjavík og hélt svo áfram