Skírnir - 01.01.1962, Side 190
182
Stanislaw Helsztynski
Skírnir
Lengsta, fyllsta og athyglisverðasta lýsingin á íslandi frá
þessu tímabili er í ritgerðinni / Ultima Thule eftir Tadeusz
Nalepinski (1885—1918), fjölhæfan rithöfund, sem var í
senn skáld, ritgerðahöfundur, skáldsagnahöfundur og leik-
ritaskáld.1)
Árið 1913 dvaldist hann í Englandi og slóst þá í för með
tveimur Englendingum og einni enskri frú, sem ferðuðust
frá Leith til Reykjavíkur á e/s. Ceres. Við komu sína til Is-
lands leigðu þau sér 10 hesta með leiðsögumönnum og fylgd-
armönnum og fóru í 10 daga ferð, er gerði þeim kleift að
skoða Þingvöll, Geysi og Heklu.
Nalepinski ferðaðist sem ósvikinn herramaður — með fyr-
irhyggju og kunnáttu. Hann vissi, hvers konar fatnað og út-
húnað þurfti í ferðina. Hann hafði lag á því að komast í
samband við farþegana á skipinu, og á meðan hann var á
Islandi, tók hann mjög athyglisverðar Ijósmyndir. Þrátt fyrir
slæmt veður og rigningu hélt hann alltaf óbifanlegri ró sinni.
Er hann lýsti íslenzku fjöllunum, bar hann þau saman við
Tatra-fjallgarðinn í heimalandi sínu, sem hann þekkti mjög
vel. Hann lét vel af mat þeim, sem hann bragðaði á bæjum
þeim, er hann kom á. Þegar hann virti fyrir sér lífsvenjur
sveitafólksins, fannst honum einkum mikið koma til töfra ís-
lenzkra kvenna. Til heiðurs þeim kvað hann sannarlegan
lofsöng,-
Á ferðum mínum um eyjuna þótti mér sérlega mikið
koma til tiginnar fegurðar íslenzku meyjanna, jafnframt
því sem íslenzki karlmaðurinn (svo ekki sé minnzt á eig-
inmanninn) er ótrúlega kurfslegur. Mér er ómögulegt að
geta mér til um ástæðurnar fyrir þessu þrúgandi ósam-
ræmi á milli kynjanna, en víst er það, að kvenþjóðin hefur
ekki breytzt síðan á dögum elztu Islendingasagnanna, t. d.
Njálu. Næstum hvaða íslenzk kona sem er gæti verið
fyrirmynd að styttu af gyðju. Meira að segja minna
sumar þeirra á styttur, svo þróttmikill er svipur þeirra,
og svo harðar virðast þær í útliti og viðkomu. Lund
J) Ritgerð T. Nalepinskis birtist í Bluszcz árið 1914 í 16 framhalds-
greinum allt árið.