Skírnir - 01.01.1962, Side 191
Skímir
Pólsk rit um íslenzk málefni
183
þeirra er köld og litlaus, og er það vafalaust afleiðing af
fiskmetinu í mataræði þeirra. Þrátt fyrir ábærilega feg-
urð sína hafa þær enn ekki seitt fram neina dýrkun á
kvenlegum eiginleikum. Eins og hjá Eskimóum inna þær
af hendi hin erfiðustu heimilisstörf, og má það vera
ástæðan fyrir gjörvilegu vaxtarlagi og velsköpuðum út-
limum. Þær lifa allan sinn aldur í sveitinni og geta
tæplega ferðazt til Reykjavíkur einu sinni eða tvisvar
á ári.
Um karlmennina er málum allt öðruvisi háttað. Þeir
eyða sínu lífi á hestbaki, og því er limaburður þeirra
þunglamalegur og klunnalegur, bak venjulega bogið og
búkurinn digur og stirðlegur. 1 andliti eru þeir gráfölir
og hafa ekki rjóðan vangalit þann, sem er svo sérkenn-
andi fyrir Skandinava. Eru þeir kringluleitir eða breið-
leitir fremur en langleitir. Ekki er þannig lýst karlmönn-
um Islendingasagnanna, sem bjuggu á Thule fyrir nokkr-
um öldum, svo sem Gunnari Hámundarsyni og Skarp-
héðni Njálssyni: Það voru menn, sem báru svip af Sig-
fried, með bein nef, brúnt, liðað hár og með andlitsfall
sigurvegara.
Trúr köllun sinni sem skáld notaði Nalepinski tækifærið
til þess að þýða á pólskt bundið mál Ijóðrænan brag eftir
Islending til heiðurs Józef Poniatowski, prins og marskálki
af Frakklandi, sem drukknaði í ánni Elster nálægt Leipzig
árið 1813, þar sem hann reyndi að verja her Napóleons á
undanhaldi hans. Á andvökunótt í kofa á Þingvelli heyrði
Nalepinski brag þennan hjá Stefáni Stefánssyni, er var farar-
stjóri hópsins og höfundur bókar með upplýsingum um Is-
land. Á grundvelli enskrar þýðingar, sem seinna var leiðrétt
og endurbætt, gerði hann hina pólsku þýðingu.
Höfundur kvæðisins, sem ber vitni um áhuga íslendinga
á pólskri þjóðhetju, var Grímur Þorgrimsson Thomsen (1820
—1896), er var gagnrýnandi og skáld af skóla síðrómantík-
urinnar. Að loknu námi í Kaupmannahöfn og eftir að hafa
unnið í dönsku utanríkisþjónustunni um hríð settist Grímur