Skírnir - 01.01.1962, Síða 192
184
Stanislaw Helsztynski
Skirnir
Thomsen að á ættaróðali sínu á Bessastöðum1). Hann naut
mjög mikils álits vegna bókmenntaafreka sinna, sérstaklega
fyrir kvæðasöfn sín.
Hrærður mjög tókst Nalepinski það á hendur að þýða
braginn, sem hann heyrði leiðsögumann sinn kyrja þessa
eftirminnilegu nótt á Þingvelli, réttum 100 árum eftir dauða
Poniatowskis, sem hljóðar svo á íslenzku (l.erindi):
Hafðu gyrtan gangarann,
og gefðu honum vel
í skjóli, svo að skaði hann
ei skot né kúlna él.
Með þessari beiðni um, að honum sé færður stríðsfákur-
inn, byrjar hetja herkvæðisins, en lík hans hafði að honum
látnum verið sent til kastala konungs á Wawel í Kxaków.
Jarðneskar leifar hetjuprinsins, frænda síðasta konungs Pól-
verja, hvíla á meðal þjóðhöfðingja Póllands.
Þvi má við bæta, að Poniatowski var að enn öðru leyti
tengdur skapandi listamönnum íslenzkum. Styttan af prins-
inum, sem enn þann dag í dag stendur í Varsjá, var gerð
af Bertel Thorvaldsen, sem er af íslenzku bergi brotinn. Þegar
myndhöggvarinn var í Varsjá árið 1820, féllst hann á að
gera þessa glæsilegu riddarastyttu, og hann lét einnig í ljós
áhuga á að gera aðra til minningar um Copemicus. Sú síðari
var afhjúpuð í Varsjá árið 1830. Auk þessara tveggja verka
hlaut höfuðborg Póllands einnig frá Thorvaldsen Kristsstyttu,
er var reist fyrir framan Kirkju hins heilaga kross, og graf-
hýsi Stanisíaws Maíachowskis, marskálks Fjögurra ára þings-
ins (1788—1792), sem var staðsett í gotnesku dómkirkjunni
í St. Jóhannesarstræti. Thorvaldsen kom einnig til Kraków
árið 1820 og tók þar að sér að gera styttu af Vlodzimierz
Potocki, sem nú er eitt af því, sem prýðir Wawel-dóm-
kirkjuna.
Nalepinski nefnir ekki lofsverða þjónustu Thorvaldsens, en
frásögn hans í heild leiðir í Ijós, að hann fór frá Islandi sem
*■) Svo er þetta í greininni, réttara væri: á bernskustöðvum sinum.
Ritstj.