Skírnir - 01.01.1962, Page 193
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
186
mikill áhugamaður um landið. Kveðjuorð hans var lofgjörð,
er lýsti vel tilfinningum hans:
Vertu sælt, undraland, undursamlegra en orð fá lýst,
land, sem mig dreymdi um sem dreng, land, sem ég leit-
aði að á hverjum hnetti og hverju landabréfi, eins og
það væri fyrirheitna landið, land, sem á engan hátt hef-
ur brugðizt draumum mínum.
III
JarSfrcpSingar og rithöfundar 1919—1939.
Fyrsti skerfur áranna á milli styrjaldanna kom frá jarð-
fræðingnum Konstanty Jodko-Narkiewicz, sem kleif árið 1929
tvö íslenzk fjöll, sem ekki höfðu verið rannsökuð áður, Geit-
landsjökul og Langjökul. Árið 1934 fóru tveir pólskir sér-
fræðingar til Islands, Konstanty Tolwinski jarðfræðingur,
sem veitti jarðfræðistofnuninni í Borysíaw forstöðu og var
þar að auki höfundur margra fræðilegra ritgerða um olíu,
og með honunm var Antoni Gawel. Báðir þessir menn tóku
þátt í ferð, er var skipulögð fyrir fræðimenn, sem höfðu áhuga
á landinu. Þeir gerðu athuganir á svæði, er nær yfir Reykja-
vík, Þingvöll og Gullfoss, og tóku sérstaklega fyrir hraun-
myndanir, basaltlög og gul leirlög í árfarvegum.
Enn mikilvægara var afrek ungs jarðfræðings, dr. Aleks-
anders Kosiba, sem innti af hendi rannsóknir á Islandi á ár-
unum 1931, 1934 og 1938 og birti skýrslu um þær, sem hann
kallaði Nokkur vandamál í sambandi viS landslagsbreyting-
ar og jöklafrœSi Islands (Lwów, 1938). Þessi fræðiritgerð
fjallar um tvö jöklasvæði, Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul.
Er sú kenning sett fram, að ísland sé að byggingu í raun og
veru basalthryggur frá tertier- og pleistocene-tímunum, sum-
part úr skorðum sett vegna hreyfingar jarðskorpunnar, og
sumpart ummyndað þar að auki vegna jarðsvegseyðingar.
Jafnvel leikmenn, fáfróðir um fræðiorð visindamannsins og
þá flóknu þróun, sem um er að ræða, geta samt notið bókar-
innar vegna ágætra mynda, sem í henni eru, en flestar þeirra
voru teknar árið 1938. Ágætt efniságrip á ensku fylgir verk-