Skírnir - 01.01.1962, Page 194
186 Stanislaw Helsztynski Skímir
inu. Eftir dr. Kosiba er einnig viðamikil bók, Grænland
(Lwów, 1937).
Tíu árum áður hafði annars konar leiðangur til fslands
verið farinn af dr. Walery Goetel, prófessor í námuverk-
fræði í Kraków, sem einnig hafði virkan áhuga á rannsókn-
um á Tatrafjöllunum pólsku. Þessi fræðimaður lagði norður
á bóginn í félagi við bróður sinn, Ferdynand (1890—1960),
er skráð hafði sögur, leikrit og ferðaþætti frá Indlandi og
Egyptalandi. Lýsingar þær, er Ferdynand ritaði, endurspegla
að nokkru vísindaáhuga bróðurins á fjöllum, vötnum og jökl-
um íslands.
Árangurinn var bók, Eyja í skýjuSu norSri (Varsjá, 1928),
og hefur enn engin önnur bók tekið henni fram um upplýs-
ingar og listræna meðferð efnis.
Goetel-bræðurnir fóru í þrjár minni háttar ferðir og eina
meiri háttar. Á meðal þeirra fyrmefndu voru ferðir á hest-
um til Þingvallar og Reykjanesskaga og strandferð til Siglu-
fjarðar og Akureyrar. Mikilvægasta ferðin var samt farin
inn í landið til óbyggða. Það var 10 daga ferð, og var hún
farin á hestum. Fóru þeir um 500 km vegalengd frá Borgar-
firði með fram Langjökli. 1 sex nætur vom þeir í tjöldum
og þrjár var gist á sveitabæjum. Þannig komust hinir pólsku
ferðalangar á auðnina Stórasand, til hverasvæðisins á Hvera-
völlum, hins jökulkalda Hvítárvatns og til Gullfoss og Geysis.
Sá, sem skipulagði leiðangurinn í Reykjavík, var enginn
annar en Stefán Stefánsson, sá hinn sami er kyrjaði braginn
um Poniatowski prins fyrir Tadeusz Nalepinski árið 1913.
Stefán réð Tómas Snorrason sem leiðsögumann og útvegaði
8 hesta (tvo undir farangur og tvo fyrir hvem hinna þriggja
ferðamanna), og einnig gerði hann útreikninga um kostnað
og sá fyrir hverju smáatriði.
Goetel-bræðurnir vom mjög hrifnir af íslenzku hestunum,
sem þeir riðu:
Ferðin öll, sögðu þeir, var í raun réttri stórkostlegt af-
rek af þeirra hálfu. Það var ekki fyrr en þeir komu í
auðnir, er líktust nöktum steppum Mið-Asíu, að hinir
ágætu hæfileikar þeirra komu fyllilega í ljós.