Skírnir - 01.01.1962, Síða 195
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
187
Engin orð fá lýst þolgæði, þolinmæði, gáfum og þýð-
lyndi íslenzku hestanna. Til þess að skilja þá þarf reynslu
af einum þeirra á ferðalagi, sem aðeins er þrotlaust strit
yfir auðnir, sanda og hraun. Fjallagarpar mega þeir kall-
ast, þegar þeir þræða slóð í klettaklungrum, linudansarar
þegar þeir skeiða þráðheint í stórviðri hásléttunnar, fim-
leikagarpar, þegar þeir rífa sig upp úr feni — íslenzku
hestarnir eru þetta allt saman, og þar að auki eru þeir
friðsælir, hæverskir og umfram allt dyggir félagar, sem
eru reiðubúnir til þess að leggja hvað sem er á sig við
hin vægustu hvatningarorð.
— Folaldið mitt, litli hesturinn minn, vinur minn! —
Með þessum orðum hvatti Tómas hestana sína í gegnum
hinar hörðustu raunir hungurs og þreytu, og við höfðum
þau upp eftir honum eins og um leyndardómsfulla töfra
væri að ræða — eilífa vináttueiða á milli manns og hests
á íslandi.
Skáldið gat þó merkt veikleika þeirra: tilraunir þeirra til
þess að strjúka heim í byrjun ferðarinnar, fælni þeirra og
einkennilega skelfingu í einveru næturinnar og sérkennileg-
an skjálfta þeirra, er þeir stóðu við köld jökulvötnin, sem
þeir urðu að synda yfir.
Áður en þeir fengu hestana, ferðuðust þeir félagar í bíl-
skrjóð af Ford-gerð frá Borgarnesi og upp í Reykholt, 700 ára
gamlan bústað Snorra Sturlusonar. Sá mikli sagnajöfur var
raunar veginn þar á hinu glæsta heimili sínu árið 1241.
Stutt greinargerð um Snorra og verk hans, er Ferdynand
Goetel ritaði, ber vitni um áhuga þeirra bræðra á því að búa
sig almennilega undir leiðangurinn.
Hverirnir á Hveravöllum vöktu einlæga hrifningu þeirra.
Ferdynand skrifar:
Hvílík fjölbreytni, hvílík litauðgi er falin að baki hinu
iðandi gufutjaldi! Við hverja glufu í því bregður fyrir
enn annarri dýpt, enn öðrum lit, enn öðru formi. Hér er
leðjan grágræn, kraumandi, lifandi díki við hliðina á sí-
vellandi vatnspotti, mitt í þeirri ólgu, sem tærir upp dal-
botninn. Hveropið er tvisvar sinnum stærra í þvermál