Skírnir - 01.01.1962, Side 196
188
Stanislaw Helsztynski
Skimir
en hverholan sjálf, og gefur það frá sér gufu, sem er
grimmúðleg, hávær og hlédræg í senn. Auk þess er lag-
leg strýta gerð úr örsmáum brennisteinslögum. Er hún
ljósgræn, glampandi og rennvot af sjóðandi vatni, sem
skvettist upp úr hvernum. Handan við strýtuna er pytt-
ur, sem í fellur blóðrauður leir. Handan við pyttinn er
svo blátær lind, óeðlilega róleg.
Þannig heldur lýsingin áfram allmargar blaðsíður sem lit-
mynd væri, er ferðalangamir gætu ekki haft augun af. En
á næsta áfanga ferðarinnar, við Geysi, má greinilega kenna
vonbrigði þeirra yfir aðgerðaleysi hins fræga hvers. Af til-
viljun heyrðu bræðurnir Stefán Stefánsson segja frá því,
hvernig tveir Ameríkubúar hefðu vakið hverinn upp af svefni
sínum árið 1913. Gerðu þeir það með því að kasta í hann
miklu sápumagni, sem leystist upp á yfirborðinu, hyrgði guf-
una niðri og flýtti með því ofhitun vatnsins og innri gufu-
myndun, er leiddi svo til gossins sjálfs.
Eyja i skýjuðu norðri er bók, sem enn er skemmtileg og
fróðleg fyrir pólska lesendur í leit að fróðleik um Island.
IV
FrceSistörf um íslenzk efni í Póllandi nútímans.
Þegar öll íslenzka þjóðin hélt upp á þúsund ára afmæli
Alþingis árið 1930, elzta þing veraldar, fóru aðalhátíðahöld-
in fram á Þingvelli, hinu náttúrlega klettahringleikahúsi. Á
meðal hinna mörgu gesta, er þar vom staddir þá, var ung
fræðikona, Margaret Schlauch, meðlimur Guggenheim-stofn-
unarinnar. Hún var þá aðstoðarprófessor við NewYork-há-
skóla. Síðan 1953 hefur hún veitt enskudeild Varsjárháskóla
forstöðu, og síðan 1959 hefur hún verið forseti Pólsk-íslenzka
vináttufélagsins. Ungfrú Schlauch hefur áhuga á miðenskum
bókmenntum frá sjónarmiði samanburðarbókmennta, og hún
hefur ætíð haft mikinn áhuga á glæsilegu framlagi fornís-
lenzkra bókmennta. Eftir árlangt fræðistarf á bókasöfnum í
Kaupmannahöfn, Berlín og Reykjavík birtist eftir hana bókin
Riddarabókmenntir á íslandi (Romance in Iceland, 1933),