Skírnir - 01.01.1962, Page 197
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
189
þar sem hún tekur til meðferðar fornklassískar, fornfranskar,
austurlenzkar og slafneskar heimildir fyrir íslenzkum ridd-
arasögum, einkum frá 14. og 15. öld. Hér tekst henni að
benda á margs konar bókmenntatengsl, sem ekki hafði verið
veitt eftirtekt áður.
Nokkru áður (1930) hafði hún birt þýðingu á Völsunga-
sögu, og var sú þýðing auðskildari nútímalesendum en þýð-
ing Williams Morris árið 1876. Sama bindi hefur að geyma
Ragnars sögu loðbrókar og Krákumál, en þessir þrír textar
fjalla allir um hinn fræga Sigurð Fáfnisbana og afkomendur
hans. Þessi sama hetja nefnist Sigfried í hinu miðháþýzka
Niflungaljóði. Síðan hefur ungfrú Schlauch þýtt tvær sögur
til viðbótar og birt sérstakar greinar um íslenzk efni. Síðustu
tvö rannsóknarefni hennar fjalla um tvö atriði, er þegar hafa
verið nefnd: hlutverk Lelewels sem þýðanda Sæmundar-Eddu
og áhrif Eddanna á skáldskap Slowackis..
Bandamanna saga og Droplaugarsona saga birtust báðar í
bindi, sem hún gaf út með M. H. Scargill (1950). Á meðal
greina eftir Schlauch má nefna Dámusta saga og franskur
riddarakveöskapur (Dámusta Saga and French Romance,
Modem Philology, 1937—38), Konur í Islendinga sögum
(Women of the Icelandic Sagas, American-Scandinavian Re-
view, 1943), og Gríshildur á Islandi (Griselda in Iceland,
Speculum, 1953).
Greinarnar tvær um Lelewel, Slowacki og Sæmundar-Eddu
voru ritaðar frá mismunandi sjónarmiði, og birtist önnur í
Skírni árið 1959 (Edda Joachims 'Lelewels og Edduefni í IjóS-
um Slowackis), en hin í Przegl^d Humanistyczny árið 1960
[Eddawpoez.fi Slowackiego).
Árið 1957 er markvert fyrir það, að þá fengu pólskir les-
endur þýðingu á FriSþjófs sögu eftir Esaias Tegnér, og var
hún gerð af Stanislaw Walfga og var gefin út af Biblioteka
Narodowa í Breslau. Er þetta fimmta pólska þýðingin á
hinu rómantíska sænska söguljóði, sem var byggt á efni úr
hinni síðíslenzku FriSþjófs sögu ins frækna. Fyrri þýðing-
arnar á meistaraverki þessu, sem upprunalega var samið á
sænsku, voru gerðar af Roman Zmorski (1852), Ludwik Ja-