Skírnir - 01.01.1962, Qupperneq 198
190
Stanislaw Helsztynski
Skímir
gielski (1855), Józef Grajnert (1859) og Jan Wiemikowski
(1861). Allar bera þær vitni um áhuga skálda okkar á ís-
lenzkum efnum. Að vísu er aðeins útdráttur úr kvæðinu hjá
Zmorski, en hinar þýðingamar em óstyttar.
Útgáfan á þýðingu Walggas á FriSþjófs sögu er glæsilegt
afrek. Hér höfum við í fyrsta sinni pólska þýðingu, sem er
gerð milliliðalaust eftir sænska fmmtextanum, og er hún
hvort tveggja í senn nákvæm og fullnægjandi frá listrænu
sjónarmiði. Enn mikilvægara er, að henni fylgir 200 blað-
síðna inngangur, sem sennilega er sú bezta greinargerð, sem
til er á pólsku, um svið og sögu norrænna sagna. Loksins
vom þessu efni gerð rækileg skil af áhugamanni, sem þó er
einnig sérfróður um það. Á þennan hátt hafa pólskir les-
endur getað fræðzt um efni og baksvið fomaldarsögunnar,
sem sennilega er frá síðari hluta 13. aldar og fjallar um ástir
norsku hetjunnar á hinni fögra Ingibjörgu, dóttur Bela kon-
ungs, og um atburði þá, er leiddu til þess, að hann fékk henn-
ar. Rækileg bókaskrá Walggas getur þeirra fyrri pólskra rit-
höfunda, sem hafa haft áhuga á sögunum, t. d. Julians Bar-
toszewicz (1821—1870), lærðs sagnfræðings, sem lagði sjálf-
ur til nær 1300 uppsláttaratriði í alfræðiorðabók Orgelbrands
(.Encyklopedia Powszechna). Grein hans Um nfja útgáfu á
norrœnu sögunum (1851) hefur enn gildi fyrir nútímales-
endur.
Annars eðlis er hinn mjög svo sérhæfi og háfræðilegi skerf-
ur Gerards Labuda prófessors, sem nú er rektor Adam Mickie-
wicz háskólans í Poznan. Hefur hann nýlega birt yfirgrips-
mikið vísindarit í tveim bindum, sem hann nefnir Heimildir,
sögur og munnmœli, er varSa elztu sögu Póllands (Varsjá,
1960) og Norrœnar og fornenskar heimildir, er varSa elztu
sögu slafneskra þjóSa (Varsjá, 1961).
Stórverk þetta, sem er ávöxtur mikils lærdóms, hefur að
geyma langan kafla um „sögulegan upprana munnmæla um
orrastur á milli Húna og Gota við ána Vislu“. Fjallar hann
um Hervarar sögu og Hlöðskviðu. Hér er einnig yfirgrips-
mikil bókaskrá, marghliða greinargerð um texta þá, sem um
er að ræða, og vönduð orðrétt þýðing á þeim á pólsku. Verkið