Skírnir - 01.01.1962, Síða 199
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
191
verður mikill fengur fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar, að
því er varðar miðaldir Norðurlanda. Þótt textamir sjálfir séu
óheflaðir og í brotum, em þeir samt stórmerkir og geta vel
orðið til að örva ímyndunarafl skálda eða rithöfunda, er
hrífast af fomri hetjuöld.
Pólskir lesendur, sem áhuga hafa á mjög sérfræðilegum
rannsóknum á norrænum heimildum likum þeim, sem Lu-
badas prófessor gerði, geta fundið frekari upplýsingar í vis-
indaritum, svo sem Kwartalnik Historyczny (Hið ársfjórð-
ungslega sagnfræðirit), Slavia Occidentalis o. fl.
Fyrir stærri lesendahóp gegndi útgáfa Sagi islandzkie (Var-
sjá, 1. útg. 1931, 2. útg. 1960) mjög mikilvægu hlutverki.
Þýðingar þessar, sem gerðar vom eftir þýzkum útgáfum,
voru eftir Arthur Górski (1870—1960), er var frábær full-
trúi hins nýja Póllands síðari hluta 19. aldar. Em þar (nokk-
uð styttir) þessir textar: HávarSar saga, Hrafnkels saga, Gísla
saga, Gunnlaugs saga og þeir hlutar Laxdœlu, er við koma
Guðrúnu Ösvífursdóttur.
V
Áhrif Jómsvíkinga sögu og Heimskringlu
á pólska rithöfunda.
Þegar árið 1862 gerði vart við sig virkur áhugi á Jómsvík-
inga sögu, þegar Jan Paplonski (1819—1885), prófessor við
Maine-skólann í Varsjá, þýddi textann og birti sem viðbót
við bók sína Slafnesk króníka frá 12.öld eftir Helmold. Saga
þessi er nátengd pólskri borg, er ýmist er nefnd Jumna eða
Wineta (rétt heiti hennar er Wolin, og er hún á samnefndri
eyju við mynni Oder)1), og hefur hún allt frá þeim tíma ver-
ið uppspretta hugmynda fyrir skapandi rithöfunda Póllands.
Strax næsta ár kom út í Tygodnik llustrowany (Myndskreytt
vikurit, 1863) söguljóð í þrem þáttum eftir Józef Grajnert
(1831—1910), skáld og þýðanda, er hann kallaði Wolin-vík-
ingarnir. Er ljóð þetta í raun réttri færsla sögunnar í bundið
mál og fylgja því tilvitnanir og skýringar eftir Paplonski,
1) Talið er, að Jómsborg hafi staðið á eyju þessari. ÞyS.