Skírnir - 01.01.1962, Síða 200
192
Stanislaw Helsztynski
Skímir
Á árunum á milli styrjaldanna 1919—1939 helguðu marg-
ir pólskir fræðimenn, eins og t. d. Józef Widajewicz og þó
einkum Leon Koczy, miklum tíma og vinnu í rannsóknir
á sögunni um Jómsvíkingana og leiðtoga þeirra, Pálnatóka,
Styrbjörn og Sigvalda. Höfðu þeir sérstakan áhuga á orr-
ustunum við Hjörund og Svoldur, er voru háðar á árunum
996 og 1000 e. Kr. Koczy birti þrjár ritgerðir, er snertu rann-
sóknir hans á sögunni: Mœgpir Piast-konungsfjölskyldunnar
viS norrœnt fólk (Zwi^zki malzenskie Piastów ze Skandy-
nawami, Poznan, 1933), Fornnorrænar heimildir að slaf-
neskri sögu (Zródla staronordyjskie do dziejów Slowian,
Poznan, 1933), og svo er mikilvægust þeirra allra hið mikla
ritverk hans Pólland og Skandinavia undir fyrstu þjóðhöfS-
ingjum Piast-œttarinnar (Polska i Skandynawia za pierw-
szych Piastów, Poznan, 1934). Þessi þrjú rit urðu til að
örva enn frekar áhuga manna á Norðurlöndum, jafnvel þótt
höfundur þeirra, Leon Koczy, varaði sjálfur við ofmati á ís-
lenzkum bókmenntum sem sögulegum heimildum, eftir að
hann hafði fengizt við yfirgripsmikil fræðistörf í Kaup-
mannahöfn.
Dr. Stanislaw Sawicki var þó ekki sammála Koczy í þessu
tilliti, eins og sést af ritdómi hans um verk hins síðarnefnda.
Sawicki (1907—1944) var sérfræðingur um skandinavisk efni,
og hafði hann verið nýkjörinn prófessor við háskólann í Var-
sjá, er hann var myrtur af nazistum á dögum Varsjár-upp-
reisnarinnar. Höfundur þessarar greinar fékk tilefni til þess
að minnast á áhuga Sawickis á sögunum í minningargrein um
hann, með bókaskrá, sem birtist í Pamiqtnik Literacki (1946).
Eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar landamæri Póllands
fluttust til Oder- og Neisse-fljóta og Szczecin (er áður kallaðist
Stettin) og Wolin-eyja urðu óskiptur hluti landsins, myndast
sérlega hagstætt andrúmsloft fyrir endurnýjaðan áhuga á
Jómsvíkinga sögu og Heimskringlu. Þessi áhugi jókst enn
frekar við rannsóknir pólskra fornleifafræðinga á stæði hinna
fomu víggarða Wolin. Þá er pólska rikið hélt upp á þúsund
ára afmæli sitt, gaf það enn fremur tilefni til áhuga á fyrstu
þjóðhöfðingjum þess, Mieszko I (960—992) og Boleslaw