Skírnir - 01.01.1962, Síða 203
Skirnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
195
með aðstoð norrænna heimilda, verði fordæmi fyrir enn önn-
ur skáldverk.
VI
Gagnkvæmar heimsóknir. Halldór Kiljan Laxness.
Árið 1956 ferðaðist hópur pólskra rithöfunda til Reykja-
víkur, og eftir heimkomuna til Póllands voru pólsku blöðin
full af greinum um ísland. Hér eru nokkrir titlar þeirra:
Island, fiskimannaland, FiskveiSar og amerískar herstöSvar
á tslandi, Eyja ekki til sölu (allar eftir Jerzy Boguslawski),
Herskip gegn islenzkum varSskipum (eftir Zygmunt Broni-
arek), Trjálaust land (Bohdan Czeszko), FerSaþáttur frá ts-
landi og Noregi (Wladyslaw Kopalinski), Þúsund ára réttar-
far, Óbreyttur borgari í Keflavík, BaS í laugunum, Gull ts-
lands (síðast nefndar greinar eru eftir Lucjan Wolanowski,
og voru þær endurprentaðar í þáttum hans Svo langt sem
augaö eygir, Dokqd oczy ponios^, Varsjá, 1959).
Blaðagreinar þessar fræddu pólska lesendur um stjómmála-
ástand, lífsskilyrði, iðnað og verzlun Islands.
Jafnvel áður hafði bókin tsland eftir Zofia Zalewska (Var-
sjá, 1949), sem veitti landfræðilegar upplýsingar um landið,
lagt skerf til almennrar þekkingar Pólverja á Islandi, og er
slík fræðsla enn veitt af tímaritum eins og Morze (Hafið),
Tygodnik Morski (Vikublaðið sjávarmál) og Handel Zag-
raniczny (Erlend verzlun).
Þannig hafa pólskir lesendur verið fræddir á því, að Pól-
land og ísland efndu til stjómmálasambands sín á milli árið
1946, að fulltrúar landanna undirrituðu fyrsta gagnkvæma
viðskiptasamninginn árið 1949, að árið 1958 var verðmæti
pólsks útflutnings til Islands 1,5 milljónir dollara og pólsks
innflutnings frá Islandi meira en 2,5 milljónir dollara. Á
meðal útflutningsvara eru kol, timbur, stál og baðmullarefni,
en á meðal innflutningsvara er síld og aðrar fiskafurðir, hval-
lýsi, o. fl.
Menningarviðskiptum hefur verið haldið uppi á milli land-
anna. Eftirminnilegt dæmi um þau er heimsókn Halldórs