Skírnir - 01.01.1962, Page 205
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
197
samræðum, og bros má sjá á næstum hverju andliti. Þótt
Póllandi hafi ekki vegnað eins og það hefur unnið til og
verðskuldar, sem það mun vafalaust gera, er tímar líða,
munu samt allir, sem kynnast þessu landi, mynda sér
þá skoðun, að þjóð þessi andi að sér frjálsu lofti.
Pólsk menning og menningarstarfsemi virðist mér þró-
ast á svipaðan hátt og í öðrum löndum Evrópu. Pólskir
bókaútgefendur gefa út alls konar bækur, er gefa til kynna
mjög breytileg viðhorf og mismunandi ritháttu. Ég gat
hvergi fundið vott þess, að bókmenntalegt andrúmsloft
væri eitrað af neins konar hleypidómum.
Ég ætla mér ekki að gera tilraun til þess að láta í ljós
neina skoðun á nútímabókmenntum Pólverja. Stærsti
þrándurinn í götu minni er vanþekking mín á málinu.
Engu að síður er ég sannfærður um, að of fáar pólskar
bækur eru birtar í þýðingum erlendis. Ekkert getur rétt-
lætt það, að höfundur veglegrar hetjusögu frá Póllandi
nútímans, Maria Dqbrowska, er næstum því óþekkt í
vissum menningarlöndum Evrópu og Ameríku. Pólland
hefur ætíð átt mikla rithöfunda, og ég man, hvernig allir
Evrópubúar, er á annað borð höfðu áhuga á bókmennt-
um, hrifust af skáldsögum Reymonts, Nóbelsverðlauna-
skálds.
Pólsk myndlist rís nú úr nokkurs konar dái og nútíma-
listamenn hrærast í hringiðu fjörugra samtímaviðburða.
Mismunandi stefnur í nútímamálaralist birtast nú í lista-
verkunum. Rétt um daginn sá ég sýningu hjá listamanni
nokki-um, Alfred Lenica, sem hefur náð mjög langt á
braut tachismans.
Alls staðar fyrirhittir maður fólk, sem ræðir listir og
bókmenntir og einnig stjórnmálaleg vandamál samtíðar-
innar. Það er auðvelt að sjá, að Pólverjar fylgjast af áhuga
með mikilvægri þróun á þessum sviðum, og á blaðsölu-
stöðum er hægt að kaupa alls konar blöð, bæði austræn
og vestræn.