Skírnir - 01.01.1962, Side 206
198
Stanislaw Helsztynski
Skirnir
VII
Pólsk-íslenzka vináttufélagið.
Aðeins örskot frá súlu Zygmunts konungs og konungshall-
arinnar í Varsjá (er lögð var í rúst af Hitlerssinnum árið
1944) og aðeins steinsnar frá St. Jóhannesar dómkirkjunni og
Félagsheimili pólska rithöfundasamhandsins, er Laxness kom
til árið 1958, er gömul og glæsileg bygging, sem er samastaður
fyrir menningarfélög þau, sem helguð eru vináttusamhönd-
um við Norðurlönd. Hér eru aðalbækistöðvar pólsk-sænsku,
pólsk-dönsku, pólsk-norsku og pólsk-finnsku vináttusamband-
anna.
Árið 1959 hættist Pólsk-íslenzka vináttufélagið í hópinn.
Samsvarar það systurfélagi sínu, Islenzk-pólska vináttufélag-
inu á íslandi í Reykjavík, er var stofnað 1957, en forseti þess
er Haukur Helgason og varaforseti Halldór Kiljan Laxness.
I byggingu þessari við Senatorskastræti 11 fer aðalstarfsemi
hins pólska félagsskapar fram. Hér hefur verið skipulögð út-
gáfa á fjölritaðri skrá yfir hækur um ísland í pólskum bóka-
söfnum (Varsjá, 1961). Ýmsir greinaflokkar hafa birzt í sama
formi, t. d. Island, eyjan óþekkta, eftir Mieczyzlaw Gum-
kowski (nr. 1, 1961) og Saga norrænu fjársjóSanna, er var'S-
veitzt /mfa í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn eftir Wi-
told Nowicki (nr. 2, 1962).
I bækistöðvum félagsins eru haldnir fyrirlestrar, kvik-
myndasýningar og veittar upplýsingar um Island og íbúa
þess.
Undir vemdarvæng sendiherra Islands, Haralds Guð-
mundssonar, sem hefur búsetu í Ósló, tilkynnti félagið nýlega
ritgerðasamkeppni á meðal ungs skólafólks. Var því boðið að
skrifa um efnið HvaS veit ég um ísland. Af 300 þátttakend-
um hlutu þrír verðlaun í janúar, 1962, og yfir tíu hlutu við-
urkenningu fyrir ritgerðir sínar. Félagatalan er 150 fullorðn-
ir og 250 umsækjendur eða verðandi meðlimir á meðal ung-
linga, en það ber ljóst vitni um aðdráttarafl hins fjarlæga
norræna lands hér í Póllandi.